Súkkulaði og vanillubúðingur – Naglavæddur sykurlaus unaður

Naglinn er mikið matargat þykir fátt skemmtilegra en að borða.
Jú og skoða uppskriftir. Og hugsa um mat. Og planleggja máltíðir.
Og hvernig megi Naglavæða hina hefðbundndu rétti yfir í hollustulífið.

Naglavæða er semsagt kjarnyrt íslenska yfir hugtakið “að hollustuvæða” sem felst í að nota næringarríkari, horaðri og hollari innihaldsefni en hin gömlu góðu smjör, sykur og hvítt hveiti. Þó að þau eigi alveg sinn stað inná milli. Því þannig er lífsstíll í jafnvægi. Allt á sitt pláss.

Þá er gott að vera vopnvæddur þekkingu á hvernig sé hægt að skipta út í uppskriftum og í hvaða hlutföllum eins og þátttakendur á matreiðslunámskeiðum Naglans þekkja.

Góð máltíð endar yfirleitt á dásamlegum hollustuvæddum desert sem í senn gleður heilsumelinn og sykurpúkann.

Hér er ein Naglavædd uppskrift að himneskum Vanillu-súkkulaðibúðingi með

 

 

Uppskrift

Vanillubúðingur
4 msk skyr/kvark/laktósafrítt skyr/kotasæla*
1/2 tsk vanilluduft eða vanilludropar
1/2 tsk NOW xanthan gum
1 msk erythritol (t.d NOW)

Töfrasprota eða blanda saman í matvinnsluvél/blandara.

Súkkulaðilag
1 msk Hershey’s ósætað kakó
4-7 dropar NOW Better Stevia English Toffee
4 msk skyr/kvark/laktósafrítt skyr/kotasæla
1/2 tsk xanthan gum
1 msk erythritol (t.d NOW)

Töfrasprota eða blanda allt stöffið saman þar til flauelsmjúkt.

NOW Better Stevia dropar

 

Hnetukurl
1 msk saxaðar óristaðar salthnetur (t.d Monki)
1 msk saxaðar möndlur
2 msk Sukrin gold
2 msk sykurlaust síróp

 

Hita Sukrin gold og síróp á pönnu. Þegar það er orðið fljótandi bæta hnetum og möndlum á pönnuna. Rista möndlur og hnetur á heitri pönnunni þar til karamellan loðir við.
Lækka þá hitann því þá verður gumsið seigara og klístraðra og meira jammí.

 

Raða öllu stöffinu í lögum í fallegt vínglas.
Byrja að sáldra smá hnetukurli í botninn, svo gumsa vanillubúðingnum yfir.
Síðan meira hnetukurl og svo aftur vanillubúðingur eða súkkulaðibúðingur eftir því hvor gargar hærra í munninum þínum. Súkkulaðigosinn eða vanillugaurinn.
Toppa með meira hnetukurli.
Setja í kæli í a.m.k 4-5 tíma eða yfir nótt.

Bera fram með horaðri súkkulaðisósu

Tryllingur í tíunda veldi þegar skeiðin nær öllu stöffinu saman og dúndrast í ginið. Súkkulaði-vanillu-hnetu alsæla veltist um munnholið og niður vélindað. Sykurlaust og saklaust.

 

  • Færslan er unnin í samstarfi við Icepharma umboðsaðila NOW á Íslandi