Hér er á ferðinni nýtt námskeið þar sem fléttað er saman fræðslu um að nærast í núvitund og matreiðslunámskeiði með heilsusamlegum og gómsætum kvöldréttum, meðlæti og eftirréttum.
Síðan er kræsinganna notið með núvitund og þátttakendur læra þannig að nýta verkfæri núvitundar í praksís undir leiðsögn og vökulu auga kennarans.
Rannsóknir sýna að þeir sem tileinka sér núvitund þegar þeir borða
upplifa minni langanir í sætindi og komast í betri tengsl við svengd og seddu.
Það gefur tilfinningu fyrir skammtastærðum og líkaminn verður skammtastjórnandinn.
Þannig losnar fólk úr viðjum þess að þurfa að ‘klára’.
Hvort sem það er Nóa Kropps pokinn sem þú opnaðir óvart eða skafa allar matarörður af disknum.
Að nærast í núvitund gefur meðvitund fyrir mætti umhverfisins sem stýrir okkur oft í að borða þegar við erum ekki svöng, eða halda áfram að borða eftir að við erum orðin södd.
Að nærast í núvitund stuðlar þannig að jákvæðara sambandi við mat, sjálfan sig, og þú ferð ósjálfrátt að velja og kjósa æskilegri kosti í mataræðinu.
Þátttakendur fá:
Fræðslu og námskeið um að nærast í núvitund
Matreiðslunámskeið með gómsætri máltíð, meðlæti, hollustukonfekti og eftirrétt
uppskriftahefti með fjölmörgum hollum og næringarríkum uppskriftum
námsgögn um að nærast í núvitund
Hollustugóðgæti til að taka með heim
Miðasala hér:
Athugið. Takmarkað sætaframboð er á þetta námskeið. Fyrstir koma, fyrstir fá.