Naglinn er áferðarperri. Allt þarf að vera þykkt. Lepjuþunnir sjeikar valda óhamingju í sinninu og
Sumir drekka grænu þrumuna sína. Úr glasi eða krús.
Sumir gera grænu þrumuna svo þykka að hana þarf að borða úr skál. Með skeið. Eða hníf og gaffli.
Tekur ekki nema 5 mínútur og málið er dautt.
1 skófla (25 grömm) NOW casein prótínduft
10-12 klakar
1 stilkur grænkál
handfylli spínat
1 tsk xanthan gum (fyrir þykkelsið)
4-5 dropar af karamellu stevia
125 ml vatn (fyrir enn meira þykkelsi)
* hægt að nota mysuprótín en verður ekki eins þykkt
Aðferð:
Hræra á hægum hraða** þar til klakarnir blandaðir vel saman við hitt gumsið.
Hella í skál og njóta eins og ljónið með ginið galopið.
** lykilatriði fyrir þykka búðingsáferð
Og horaðri súkkulaðisósu… alltaf að borða allt með súkkulaðisósu.
Allt stöffið fæst í Nettó… meira að segja vatnið
Pingback: Dagur í lífi Naglans – Ragga Nagli