Árið er…. 2016 #rósaingólfs

Árið er 2016

36 ár síðan kona var kjörin forseti í lýðræðislegri kosningu
101 ár síðan konur fengu kosningarétt
Þrjár íslenskar konur hafa unnið titilinn hraustasta kona jarðar.

Árið er 2016

Kraftakeppnir, úthaldskeppnir, ólympískar lyftingar eru stútfullir af hraustum konum.
Ræktarsalir, crossfitbox og hnébeygjurekkar gubba útúr sér hnarreistum, stoltum valkyrjum.

Stórum og smáum
Þybbnum og grönnum
Skornum og stæltum
Mjúkum og sterkum

 

Rósa Ingólfs

Árið er 2016

Mörg herrans ár eru síðan forpokaðir ístrukarlar með krepptar tær í lakkskóm kölluðu konur sem lyfta lóðum ‘tudda og ókvenlegar.’
Þekking á styrktarþjálfun kvenna er komin það langt að vöðvar á legg gera konu ekki karlmannlega í útliti.

Árið er 2016

Kona velur sér þá hreyfingu sem hún kýs og líkamsvöxturinn fylgir því áreiti sem á hann er lagt.
Nærsveitungar hrósa útliti og samgleðjast árangri.
Löngu liðin er sú tíð að kona skeytti þanka hvort karlmanni þyki ókvenlegt ef sést glitta í kjöt á upphandlegg.

Árið er 2016
Líkamsskömm er samfélagsmein á hröðu undanhaldi sem betur fer.
Þó enn liggi nokkrar jarmandi eftirlegukindur í vegarkantinum.
Þær hljóta þó að þagna með tímanum.

#rósaingólfs