Ávanabindandi Brownies – hveitilausar og sykurlausar

flourless-protein-brownies

Þessi brúnka (brownies) hefur farið sigurför um landið á matreiðslunámskeiðum Naglans, Now og Nettó í hinum ýmsu bæjarfélögum.
Þær eru hættulega ávanabindandi og sitja í ísskápnum klesstar en samt svo mjúkar. Gómsætar og gordjöss. Súkkulaðibragðið svo unaðslegt. Og garga á þig að fá þér bara einn bita í viðbót… sem er allt kei, því þær eru horaðar, hollar, sykurlausar og hveitilausar. Passa því eins og flís við rass fyrir allskonar fólk. Heilsumeli, glúteinóþol, vegan, lágkolvetnalífsstíl, fitnessfólk.

 

Brownies Röggu Nagla – glúteinfríar og sykurlausar

1 dós Biona svartar baunir (hella vökvanum af)

35g Himnesk hollusta haframjöl eða glúteinlaust Urtekram

35g Himnesk hollusta kókosolía

2 msk ósætað kakó (NOW eða Naturata)

3 msk Sukrin gold

2-3 döðlur (gott að leggja í bleyti)

1 tsk skyndikaffi

60g dökkt súkkulaði hakkað t.d Naturata 75%

1 tsk lyftiduft eða vínsteinslyftiduft

klípa salt

 

valfrjálst: hakkaðar hnetur t.d pecan, valhnetur, jarðhnetur krydd, hnetusmjör, kókos, chili, appelsínubörkur, sítrónubörkur.

 

NOW cocoa

 

IMG_9832

 

 

 

healthy-flourless-protein-brownies-gluten-free-low-carb-low-fat

Aðferð:

Dömpa öllu gumsinu nema hökkuðu súkkulaði í skál.

Hræra saman með töfrasprota. (nema súkkulaði). Hræra hökkuðu súkkulaði saman við deigið með sleif.

Deigið á að vera vel blautt og engar klessur. Hella deiginu í brownie form (18×20).

Jafna vel út að ofan.

Baka 180°C í 15-20 mínútur

Brúnkan á að vera smá blaut í miðju þegar hún kemur út. Fylgist vel með að hún ofbakist ekki

Henda strax í kæli/frysti. Er best þegar hún hefur fengið að kólna alveg.

 

Allt gumsið fæst í Nettó.

nettó-lógó

NOW-logo

One thought on “Ávanabindandi Brownies – hveitilausar og sykurlausar

  1. Pingback: Sykurlaus súkkulaðibúðingur – Ragga Nagli

Comments are closed