Kókosommiletta – morgungleði á æðsta stigi

Ommiletta er ekki bara ommiletta. Rétt eins og haframjöl er auður strigi málarans, þá eru egg og eggjahvítur að sama skapi kameljón sem geta breyst í allra kvikinda líki.

Tökum ommilettu sem dæmi. Hana má gera sæta og salta. Með grænmeti eða ávöxtum. Toppuð með súkkulaðisósu eða kryddjurtum.

Það má gera hana á pönnu, inni í ofni, í örbylgju eða í múffuformum.

Það er hægt að nota ommilettu sem vefju og fylla með kjöti, grænmeti eða ávöxtum.

Það er líka hægt brjóta hana saman eins og pönnuköku og toppa með sultu og sykurlausum sykri.

Kókosommiletta

Þessi kókosommiletta hentar einstaklega vel í hið síðastnefnda. Hún er sæt undir tönn og passar því vel fyrir okkur sykursnúðana til að fá fixið. Hindberin og kókosinn ganga í heilagt hjónaband í munnholinu og úr verður farsæl sambúð með börnum og buru.

Þessi er tilvalin í morgunverðinn í dúett með hafragrautnum, nú eða bara ein og sér í sóló konsert.

Uppskrift

2 þunnar pönnsur eða 1 þykk

2 egg eða 4 eggjahvítur
2 msk kókosmjólk (úr dós)
2 tsk NOW erythritol
4 tsk kókoshnetuhveiti (t.d Dr. Goerg)
2 tsk NOW HUSK
1/2 tsk vanilluduft
30-40g frosin hindber

 

NOW erythriol

 

Dr.Goerg kókoshveiti

Aðferð

  1. blanda saman eggjum og kókosmjólk með gaffli eða písk
  2. bæta rest út í eggjahræruna.
  3. spreyja pönnu með PAM eða kókosolíu og hella deiginu á heita pönnu
  4. dreifa úr gumsinu og skrúfa niður á miðlungshita
  5. snúa við þegar orðin þurr á bakinu
  6. hella sjóðandi vatni yfir berin í 30-60 sek og blanda svo saman með töfrasprota.
  7. hella yfir pönnukökuna og sáldra smá kókos yfir.
  8. Borða hægt og njóta með gjörhygli

 

Allt stöffið fæst í

nettó-lógó

 

NOW-logo