Ég Á að vera búinn að nesta mig fyrir morgundaginn
Ég Á að gera hnébeygjur, bekkpressu, armbeygjur, burpees mörgum sinnum í viku
Ég MÁ ekki borða glútein, mjólkurvörur, dýraafurðir, aspartame
Ég Á að vera með sýnilegan kvið
Ég ÞARF að komast í brók númer X
Ég ÞARF að eiga nýjustu Under armour spjarirnar, Mizuno hlaupaskó og auðvitað léttasta hjólið
Ég ÆTTI að hlaupa Laugaveginn, Reykjavíkurmaraþon, Jónsmessuhlaup
Ég ÆTTI að æfa fyrir Cyclothonið
Ég ÆTTI að keppa í Þrekmótinu, 5×5 og Reykjavíkurleikunum
Það er of auðvelt að sogast inn í samviskubitsvæðinguna þegar kemur að mataræði og hreyfingu.
Allt sem þú ÁTT að gera
Allt sem þú ÞARFT að gera
Allt sem þú ÞARFT að eiga
En hvað með að skipta um filter og horfa á allt sem þú ert þegar að gera?
Allt sem þú gerir nú þegar í dag og getur bætt við.
Allt sem þú átt nú þegar. Þarftu að eiga meira?
Þarftu í raun að gera alla þessa hluti eins og fólk á samfélagsmiðlum, bleiku síðunum og glanssneplunum.
Vertu þín eigin útgáfa af hreysti.