Ragga Nagli í Kroppatemjaranum- myndband

Naglanum hlotnaðist sá heiður nýlega að vera boðuð í viðtal hjá Bjössa Sveinbjörns sem er með hina frábæru síðu Kroppatemjarinn.

Hér er farið yfir sálfræðina á bakvið mataræði, hreyfingu. Hér er hamrað á mikilvægi þess að finna sinn eigin takt, hvað gleður þig og þína bragðlauka. Hvaða hreyfing þykir þér skemmtileg. Því ein stærð hentar ekki öllum í heilsusamlegu líferni og sálrænu áhrif þess að þvinga sig í prógramm sem einhver gúrú úti í heimi ákveður að henti öllum. Þú myndir ekki troða þér í brækur af ókunnugum manni í Ammeríku og fara á ball í Sigtúni.
En samt eigum við að fylgja sama mataræði og hann?

 

 

 

Kroppatemjarinn er bæði á Facebook, og youtube