Sykurlaus súkkulaðibúðingur

 

 

Það verða samin ljóð um þennan súkkulaðibúðing.
Hann sendir bragðlaukana í sturlunarástand því þeir trúa ekki að hér sé sykurlaust gúmmulaði að þvælast um munnholið.
Ef þú átt þennan í ísskápnum eftir kvöldmatinn þarftu ekkert að óttast skápaskröltið sem herjar á sinnið eftir tíufréttir því sykurpúkinn steinþegir eftir að þessi er kominn í mallann.


Uppskrift

2 msk ósætað kakó, t.d Himnesk hollusta
1 vel þroskuð lárpera (avocado)
2 msk sykurlaust síróp, t.d Good Good
1 msk erythritol, t.d NOW eða Sweet like Stevia
klípa salt

 

 

Aðferð

Dúndra öllu í blandara eða skál.
Blitza í blandara eða með töfrasprota þar til mjúkt og lekkert.
Kæla í 1-2 klst áður en sest niður og dúndrað í vélindað með lítilli skeið í algjörum rólegheitum og núvitund.

Toppa gleðina með Ape kókosflögum frá Veganbúðinni
Afsláttarkóði: ragganagli

Þessi búðingur er líka dúndur ofan á hafragrautinn, sem ídýfa fyrir jarðarber eða banana, sem smurningur ofan á hrökkbrauð eða maískökur, eða sem kökukrem, t.d á brúnkur

_______________________________________________________________________

Færslan er í samstarfi við Icepharma og Veganbúðina.

NOW vörurnar fást á Hverslun.is
Afsláttarkóði: ragganagli
Allskyns góðgæti fæst í Veganbúðinni:
Afsláttarkóði:ragganagli