Í jarðarförinni þinni mun enginn tala um kílóatöluna þína.
Þeir munu hins vegar tala um þyngdina á útgeislun þinni.
Minningargreinarnar um þig munu ekki fjalla um buxnastærðina.
Þær munu fjalla um stærð persónuleika þíns.
Umræðuefnið í erfidrykkjunni verður ekki ummál brjóstanna heldur hlýjan sem þar býr.
Fólk mun ekki minnast þín út frá plássinu sem þú tókst í rýminu.
Heldur hversu mikið pláss þú tókst í huga þeirra.
Ekki hversu mikið buxnastrengurinn snerti mallakútinn þinn.
Heldur hversu mikið þín nærvera snerti hjörtu fólks.
Þú ert svo miklu meira en skelin.