Hverjum finnst ekki Snickers gott? Þeir sem segja eitthvað annað eru að ljúga blákalt.
En hið hefðbundna Snickers úr sjoppunni á Grandanum er stútfullt af sykri, aukaefnum og mettaðri fitu. Þessir sykurlausu dúddar innihalda hinsvegar einungis náttúrulegt stöff og gleðja því bæði líkama og sál. Þeir eru tilbúnir á núlltveimur og geymast vel í kæli. En það er algjört ómerkilegt aukaatriði því það tekur viljastyrk nashyrnings í makaleit að graðga þeim ekki öllum í smettið á einu bretti.
Pringles missir tignarlegt slagorð sitt … einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt.
Sykurlausir Snikkersdúddar
150g Himnesk hollusta döðlur
100g Monki salthnetur (Nettó)
3 msk Himnesk hollusta hnetusmjör gróft
1 msk NOW erythritol
4-7 dropar NOW Karamellu Better Stevia
60g sykurlaust súkkulaði
1 msk Himnesk hollusta kókosolía
- Hakkaðu döðlurnar smátt. Hér er gott að nota míní blandara eða hakkavél. Ef döðlurnar eru mjög þurrar er gott að leggja þær í bleyti í nokkrar mínúutur svo þær verði auðveldara að hakka niður.
- bæta salthnetum, hnetusmjöri, og erythritol saman við döðlurnar og blanda þar til deig myndast. Það má alveg vera dálítið gróft.
3. skúbba þá gumsinu í lítið brauðform klætt með plastfilmu svo það sé auðveldara að ná því upp. Setja í kæli.
4. á meðan gumsið kælir sig niður bræðum við súkkulaðið, karamelludropana og kókosolíuna saman yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
5. Hella súkkulaðinu yfir hnetumassann.
6. Þegar súkkulaðið er storknað geturðu skorið gleðina í stykki og ‘Vessgú’… ertu kominn með sykurlaust og gordjöss Snikkers.
Velbekomme. Bon appetit. Enjoy. Nyd den.
Takk og bless. Au revoir. Auf wiedersehen. Goodbye.
Þessa uppskrift gerum við á næsta matreiðslunámskeiði Naglans, Now og Nettó.
Skráning er hér
___________
Allt stöffið í dúddana fæst í Nettó.