Snikkersbitar – sykurlausir og gordjöss

Hverjum finnst ekki Snickers gott? Þeir sem segja eitthvað annað eru að ljúga blákalt.

En  hið hefðbundna Snickers úr sjoppunni á Grandanum er stútfullt af sykri, aukaefnum og mettaðri fitu. Þessir sykurlausu dúddar innihalda hinsvegar einungis náttúrulegt stöff og gleðja því bæði líkama og sál. Þeir eru tilbúnir á núlltveimur og geymast vel í kæli. En það er algjört ómerkilegt aukaatriði því það tekur viljastyrk nashyrnings í makaleit að graðga þeim ekki öllum í smettið á einu bretti.
Pringles missir tignarlegt slagorð sitt … einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt.

Sykurlausir Snikkersdúddar

150g Himnesk hollusta döðlur

100g Monki salthnetur (Nettó)

3 msk Himnesk hollusta hnetusmjör gróft

1 msk NOW erythritol

4-7 dropar NOW Karamellu Better Stevia

60g sykurlaust súkkulaði

1 msk Himnesk hollusta kókosolía

  1. Hakkaðu döðlurnar smátt. Hér er gott að nota míní blandara eða hakkavél. Ef döðlurnar eru mjög þurrar er gott að leggja þær í bleyti í nokkrar mínúutur svo þær verði auðveldara að hakka niður.
  2. bæta salthnetum, hnetusmjöri, og erythritol saman við döðlurnar og blanda þar til deig myndast. Það má alveg vera dálítið gróft.

3. skúbba þá gumsinu í lítið brauðform klætt með plastfilmu svo það sé auðveldara að ná því upp. Setja í kæli.

4. á meðan gumsið kælir sig niður bræðum við súkkulaðið, karamelludropana og kókosolíuna saman yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.

5. Hella súkkulaðinu yfir hnetumassann.

6. Þegar súkkulaðið er storknað geturðu skorið gleðina í stykki og ‘Vessgú’… ertu kominn með sykurlaust og gordjöss Snikkers.

Velbekomme. Bon appetit. Enjoy. Nyd den.

Takk og bless. Au revoir. Auf wiedersehen. Goodbye.

Þessa uppskrift gerum við á næsta matreiðslunámskeiði Naglans, Now og Nettó.
Skráning er hér

___________

Allt stöffið í dúddana fæst í Nettó.