Skápastöff

Það leynist allskonar fyrir átvögl í skápum Naglans. Allskonar með skrýtnum heitum og útlenskum stöfum og margir klóra sér í skallanum þegar þeir lesa uppskriftirnar. Bæði því þeir vita ekkert hvað þetta er fyrir nokkuð, né hvernig skal brúka það í bakstur eða matargerð. Hér er því greinarstúfur um helsta skápastöffið sem er í uppskriftum Naglans, hvar það fæst og hvernig það nýtist í meiri gúmmulaðishollustu. 

 

Xanthan gum: þykkingarefni. Er í raun malað psyllium Husk. Mjög gott í glútenfrían bakstur til að binda deigið saman. Mjög gott í prótínsjeika, búðinga, flöff til að þykkja.

Tegund: NOW fæst í Nettó

 

NOW xanthan gum

 

Guar gum: Úr guar plöntunni. Gott í frosið stöff (flöff, eggjahvítuís). Gefur meira “oomph”

Tegund: Bob’s Red mill. Fæst í Kosti

 

 

Kókoshnetuhveiti:. Malað kókosmjöl í öreindir. Inniheldur nánast engin kolvetni. Bindur mikinn vökva í bakstri. Gott í glúteinfrían ‘low-carb’ bakstur sem staðgengill fyrir hefðbundið hveiti.

Tegund: Dr. Goerg og Cocofina fæst í Nettó

 

Möndlumjöl/möndluhveiti: malaðar möndlur í spað. Gott í glúteinfrían bakstur sem staðgengill fyrir hefðbundið hveiti. Notist í kaffibollakökur, ostakökubotn, múffur, köppkeiks.

Tegund:  NOW fæst í Nettó

 

Now-Almond-Flour

 

 

Haframjölshveiti: malað haframjöl í blandara/matvinnsluvél. Í kaffibollakökur, black bean brownies, prótínbrauð.
Tegund: Sol Gryn, Himnesk hollusta, Dit Valg… hvaða merki sem er

 

Psyllium husk:  Trefjar. Gott fyrir meltingu. Bindur mikinn vökva í bakstri. Gott í glútein frían bakstur sem bindiefni í staðinn fyrir hveiti. Notist í: Hafragrautur (þykking og meira magn), eggjahvítupönnsur, low-carb bollakökur.
Tegund: NOW

 

NOW psyllium husk

 

 

Bragðdropar: Kókos, vanilla, karamellu, maple, piparmintu eru í sérstöku uppáhaldi. Notað í prótinsjeika, eggjahvítuflöff, eggjahvítupönnsur, hafragrauta, ostakökur, kaffibollakökur, prótínmúffur, köppkeiks, hnetusmjör o.fl

Tegund: NOW dropar langbestir á bragðið (Nettó). Aðrir góðir eru Stevita, Frontier, Sweet Leaf, Kötlu, Dr. Oetker, Myprotein.com

IMG_9805

Erythritol: Sætuefni úr náttúrunni. Finnst í sveppum, maís, sojasósu Hefur ekki áhrif á blóðsykur. 95% færri kcal en í sykri. Notað til jafns við magn sykurs til að skipta út í uppskriftum.

Tegund: NOW eða Funksjonell Mat (Sukrin).

 

NOW erythriol

 

Sukrin flormelis: eins og flórsykur í áferð. Gott í stífþeyttar eggjahvítur, horaða súkkulaðisósu.
Tegund: Funksjonell mat (Sukrin)

 

20150916_133708

Sukrin gold: eins og púðursykur í áferð. Aðeins 5 kcal í teskeið. Gott í horaða súkkulaðisósu, bakaða grauta, grautartriffli, kaffibollakökur.
Tegund: Funksjonell mat. Fæst í Nettó.

IMG_8520

 

 

 

Kakó: Ósætað kakó. Í horaða súkkulaðisósu, kaffibollaköku, brownies, prótinfrosting. En verður að hafa einhverja sætu á móti. Annars verður það bara rammt og biturt

Tegund: Hershey’s unsweetened (Nettó), Hershey’s special dark (USA),
NOW 100% cocoa og NOW Stevia Hot chocolate, Ghirardelli, Nestlé.

 

NOW cocoa

 

Prótínduft:

 

Casein: sama prótin og í mjólkurvörum. Losast hægt út í blóðrás. Oft notað í kvöldsnæðinga af þeirri ástæðu. Verður þykkt og kremust og gott í þykka prótínbúðinga, prótínfrosting og flöff. Sýgur í sig mikinn vökva í prótínbakstri og þarf því oft að auka vökvamagn í uppskrift ef notað casein í stað whey
Tegund: NOW. Optimum Performance

 

Mysuprótín: Algengasta prótínduftið. Fæst í flestum heilsubúðum, íþróttabúðum, fitnessverslunum og á vefsíðum. Losast hratt út í blóðrás og þess vegna ákjósanlegt eftir æfingu. Ekki eins þykkt og casein og þarf því minni vökva í uppskriftir með whey.
Tegund: NOW. Nectar. Scitec.

 

Baunaprótín: Mikið “matarbragð” en ekki sætt á bragðið. Gott í matargerð.Gott í prótínpizzubotn, crépes, múffur, köppkeiks, prótínbrauð. Gott í sjeik en þarf að pimpa það vel upp með allskonar aukahlutum (dropar, kakó, sæta, kaffiduft und so weiter)
Tegund: NOW fæst í Nettó

pea-protein

 

Hrísgrjónaprótín: Algjör bomba í horaðan súkkulaðibakstur eins og brownies. Fæst í nokkrum bragðtegundum: natural, súkkulaði og vanillu. Natural minnir á baunaprótín, en súkkulaði og vanillu eru sæt og góð ein og sér bæði í sjeik og í bakstur.
Tegund: Sunwarrior

IMG_1206

Sæta og væta:

Graskersmauk, ósætuð eplamús, stappaður banani, eldað zucchini, elduð sæt kartafla, blómkálsmússa. Þjónar tilgangi að gefa bleytu og sætu í sykurlausan bakstur.

Graskersmauk, sæt kartafla, banani gott í súkkulaði og dökkan bakstur

Eplamús gott í kanilblöndur og ljósan bakstur. Zucchini og blómkálsmússa passar í allt.

 

 

 

 

Vefsíður sem Naglinn notar til að sjoppa:

 

www.iherb.com (afsláttarkóði: UDU 633)

www.myprotein.com

www.energilageret.dk

www.lowcarbshoppen.dk

www.lowcarbstore.dk

www.dialife.eu

www.bodybuilding.com