Fokk fullkomnun

Þú skrollar instagrammið í morgunsárið og við þér blasir pastellitaður veruleiki.
 
Vinkonan að pósta myndum.
Hún er framkvæmdastjóri en heimilið alltaf eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn.
Flöffaðir púðar
Flúnkunýi Epal sófinn hvílir tignarlega á stofugólfinu eins og ljón í eyðimörkinni.
Nýbakaðar bollur í skál á sprautulakkaða eldhúsborðinu. Skreytt lífrænum graskersfræjum.
Börnin eiga æpad á mann og æfón sjö.
Myndbönd af Krossfit afrekum
Spandexklædd að krúsa Reykjanes á léttasta títaníum reisernum.
 
Börnin þín eiga gamlan takkasíma.
Þú manst ekki hvenær þú ryksugaðir.
Samsölubrauðið hvílir tignarlega í brauðkassa úr IKEA.
Engin graskersfræ.
Bara gömul ostsneið.
Það eina sem er pastellitað er unna kjötvaran í dinner.
 
Hvað er að mér?
Hvar klúðraði ég lífinu?
 
Þarf að herða mig og gera betur.
Fara oftar á æfingu.
Kaupa fleiri innanstokksmuni.
Þessi hilla þarna úr Söstrene…
Hjóla meira.
Borða fleiri salöt.
Við eigum að njóta velgengni í starfi.
Að ná öllum deddlænunum. Að vinna yfirvinnu.
En vera líka kjörnuð í núvitund.
 
Stunda jóga og drekka grænt Macha te.
En hamast líka í krossfitt.
 
Vera meira opin og hress. Fara út á lífið.
En baka líka brauð með börnunum
 
Vera sterk. En líka hröð. Vera vöðvuð. En líka grönn.
Hringja oftar í mömmu. Hitta vinkonurnar oftar.
Heimilið eins og uppstillingarbás í IKEA.
Túlipanar í vasa. Omaggio vasa.
 
Þegar við slefum í átt að fullkomnun þá er ekkert nógu gott.
Við verðum aldrei nógu mjó, nógu sterk, nógu góð, með nógu flottar mublur…. nógu…. nógu….fylltu bara í eyðurnar…
 
Við missum af dásamlega lærdómnum sem felst í ferðalaginu, því glyrnurnar eru límdar á útkomuna.
 
Þegar fullkomnun er bílstjórinn þá eigum við að vera “MEÐ’ETTA” en sannleikurinn er að enginn “með’etta.
Allir eru bara að gera sitt besta.
 
Stundum er þitt besta á rokkstjörnuleveli.
En oftar er það bara rétt að meika daginn án þess að tapa glórunni.
 
Fullkomnun er fangelsi. Fullkomnun lamar þig.
Að vera ekta er frelsi. Að vera ekta stækkar þig.
 
Að vera ekta er ekki hvernig við “eigum” að vera heldur að fagna hver við erum í raun og veru.
 
Ryk á gólfunum þýðir bara eitt… þú errt að eyða meira tíma í eitthvað skemmtilegra en tuskuna.
 
Fokk fullkomnun!!