Aspashummus

Aspashummus

 

Naglinn hangir utan í veganismanum eins og barn sem vill vera með í snú-snú leik en þorir ekki að taka skrefið.

Sleikir sig á rúðuna og mænir löngunaraugum á girnilega baunarétti.
Slefar yfir sætkartöflusúpum.
Hugsar klámfengið um hummus.
Með sleftaum út á kinn yfir Oumph kássu

En þú getur alveg verið hvoru tveggja. Kjetæta og veganperri.
Skepnuslafrari og grænmetisbóndi

Vegan festival laugardaginn 13. ágúst er frábær vettvangur til að eyða fordómum, skora á eigin ranghugmyndir og hætta að hanga fyrir utan eins og unglingur á Hallærisplani.

Það er pláss fyrir alla í allskonar

Af því tilefni hristir Naglinn fram úr erminni nýtt tvist á hummus… nefnilega aspashummus.
Prófaðu að segja aspashummus tíu sinnum hratt í röð.
Þá er ekki gott að vera smámæltur eins og Naglinn.

Innihald:
1 búnt aspas
1 dós kjúklingabaunir
1 tsk Monki tahini (sesamsmjör)
safi og börkur af einni sítrónu
1 msk Himnesk Hollusta sítrónuólífuolía
1 hvítlauksrif
salt og pipar

Aðferð:
Baka aspas í 200°C heitum ofni
Blanda síðan öllu draslinu saman í matvinnsluvél eða blandara eða bara með töfrasprota.

Gumsa í skál og bera fram með ristuðu rúgbrauði.

Bon appetit!