Sætkartöflubrauð

Sætkartöflubrauð

 

 

Brauðin slá alltaf í gegn á matreiðslunámskeiðum Naglans, Now og Nettó.

Brauðin er hægt að gera glúteinlaus og sykurlaus og grunnuppskriftin er eins og auður strigi málarans. Það er hægt að gera sæt brauð og nota dásemdir náttúrunnar eins og döðlur, banana, kanil, engifer, rúsínur, negul, eplamús.

Síðan er hægt að gera matarbrauð og nota kryddjurtir/ krydd frá Himneskri Hollustu. Hvítlauksduft, rósmarín, pizzakrydd, oregano. Og bæta við grænmeti eins og hvítlauk, sæta kartöflu, rifið zucchini, rifna gulrót.

 

Þetta brauð fellur undir kategoríuna matarbrauð og er elduð sæt kartafla notuð í gleðina, en hún gefur dásamlegt mjúkelsi í bakkelsið svo sneiðarnar renna eins og bráðið smjör undir tönn. Kartöfluna er hægt að elda á ýmsa vegu.  Í álpappír í ofni í 90 mínútur á 200°, EÐA sjóða í potti í 30-40 mínútur EÐA pikka með gaffli og í 10-15 mínútur örbylgjuofni

 

 

 

Sweet-potato-bread-3

 

Uppskrift

1 skófla NOW pea protein

3 msk kókoshnetuhveiti

2.5 dl eggjahvítur

2 dl Himnesk hollusta haframjöl (eða glúteinfrítt ef þú vilt hafa brauðið glúteinlaust)

c.a 50g elduð sæt kartafla (án hýðis)

1 tsk lyftiduft

salt

pea-protein

sweet-potato

Aðferð:

Hella öllu saman í djúpa skál. Blanda saman með töfrasprota sleif.

Hella deiginu í silikonbrauðform

Baka á 170 ° í 30 mín eða þar til hnífur kemur út hreinn.