Naglinn segir að matur án sósu sé sóun á góðu áti… reyndar segir Naglinn hið sama um berrassaða súkkulaðiköku án þeytts rjóma en það er annar handleggur og efni í annars konar pistil.
Það eru til svo ótal möguleikar á hollum einföldum og fljótlegum sósum sem eru ekki sprengfullar af mettaðri fitu og milljón einingum af varma.
Það má kaupa ýmislegt tilbúið beint af kúnni.
- Sykurlaus BBQ sósa
- Sykurlaus tómatsósa
- Sykurlaus sweet chili (fæst í Nóatúni)
- Salsa sósa
- Sykurskert Teriayki (Kikkoman)
- Sojasósa
- Sinnep
Svo má vesenast sjálfur í eldhúsinu.
Skyr eða sýrður rjómi 5% eru eins og auður strigi málarans þegar kemur að sósukombóum.
Tzatziki:
- Hreint skyr eða sýrður rjómi 5%
• Rifin agúrka (ekki kjarninn)
• 1 marið hvítlauksrif
• 1 tsk sítrónusafi
• 1 mtsk ferskt dill, saxað
• 1 mtsk fersk minta, saxað
• salt og pipar
Tzatziki fyrir letingja (Halló Naglinn)
kaupa tilbúna Tzatziki blöndu (fæst í Tyrkneskur Bazar og Tiger) og hræra útí skyr eða sýrðan ásamt rifinni agúrku
Aðrar góðar sósublöndur/salatdressingar með sýrðum eða skur (på dansk):
• Timjan + aromat + sojasósa (skvetta) + oregano + marið hvítlauksrif
• Sinnep + sykurlaust síróp = sinnepssósa
• Karrý + sinnep + sojasósa = karrýdressing
• Sykurlaus tómatsósa +aromat +sojasósa, sinnep = kokteilsósa
• Frosið spínat látið þiðna + púrrulaukssúpubréf
• Grænt eða rautt pestó
• Knorr bréf Græsk + marið hvítlauksrif
• Hvítlauksrif, sítrónusafi, sinnep, sojasósa
Satay sósa
• 1 dl náttúrulegt hnetusmjör gróft
• 1 dl létt kókosmjólk
• safi úr 1 lime eða sítrónu
• 1 marið hvítlauksrif
• 2 tsk sykurlaus sweet chilli sósa
• 2 tsk soja sósa
Mauka alles zusammen í blandara þar til orðið mjúkt og djúsí
Náttúrulegt Hnetusmjör
Sykurlaust karamellusíróp hitað í örbylgju í 30 sekúndur
Hrært útí hnetusmjörið og smá skvettu af soja og sítrónusafa.
Guacamole
Avocado sem er mjúkt á haus og rassi er komið af léttasta skeiði og passar vel í guacamole gums
• 1 vel þroskað avocado.
• 1 marið hvítlauksrif
• 1 tómatur niðursaxaður
• sjávarsalt
• sítrónupipar + pipar
Allt stappað vel saman og sítrónusafa slurkað yfir.
Fituminna Hummus
Hummus er stútfullt af góðri fitu og prótínum úr baunum. Þessi varíasjón er hitaeiningasnauðari en foreldrið en með öll gæðin til staðar.
• 1dós kjúklingabaunir (geyma safann)
• 1 marið hvítlauksrif
• safi úr 1 sítrónu
• 2 msk sesamsmjör (tahini)
• ¼ bolli vatn
• ¼ bolli safi af kjúklingabaunum
• 1 tsk rifinn sítrónubörkur
• salt og pipar
• 2 tsk ólífuolía
Gleðilegt sósu-át blómin mín.
Pingback: iHerb… ILoveyou | ragganagli
Pingback: Low-carb rækjunúðlur | ragganagli
Pingback: Jólahugvekja | ragganagli
Pingback: Uppáhalds dinnerinn – low-carb tortilla | ragganagli
Pingback: Sjoppað í Sverige. Vol. 2 | ragganagli
Pingback: Horaðar nautavefjur | ragganagli
Pingback: Klámfengnar Kofta bollur – Ragga Nagli
Pingback: Tjásaður kakókjúlli – Ragga Nagli