Blómkálsmússa

Blómkál er besti vinur þeirra sem af einhverjum ástæðum vilja minnka kolvetnaneyslu sína, til dæmis á kvöldin þegar við erum lítið aktíf og botninn vermir sófasettið meðan augun taka inn nýjustu þáttaseríuna úr herbúðum Hollívúdd.

Það má gera hrísgrjón úr þeim með að rífa þau hrá á rifjárni eða hakka í blandara. Henda svo í örra í 4-5 mínútur.

En uppáhaldsgleði Naglans er blómkálsmússa sem er þykjustu kartöflumús.

 

 

 

Sjóða slatta af blómkáli með salti í c.a 10-12 mínútur eða þar til það er orðið vel mjúkt og soggý.

Hella vatninu af og skúbba blómunum yfir í blandara.  Henda einum súputeningi með í gumsið og haug af sjávarsalti og pipar.

 

Blanda þar til allt er orðið vel mjúkt… eins og barnsrass.

Dónalegt með hakkgrýtunni og sóðalegt með teryiaki laxi.