Rísalamand grautur

Rísalamand hafragrautur með þykjustuflöðuskúm og kirsuberjasósu var það heillin. Ó svo jólalegur og notalegur morgungrautur á aðventunni með danskri inspírasjón og átgleðin nær nýjum hæðum. Þennan er tilvalið að gera kvöldið áður í skammdegismyrkrinu meðan haustlægðirnar berja á rúðunni svo þú þarft einungis að rúlla þér framúr bælinu í morgunsárið og opna ísskápinn vopnaður skeið. […]

Read More…

Tíramísú triffli

Vissir þú að Tíramísú þýðir “lyftu mér upp” á ítölsku? Og ef þessi grautur lyftir þér ekki upp úr bælinu í morgunsárið alla leið upp í sjöunda himin þarftu að láta athuga starfsemi bragðlaukanna á næstu heilsugæslustöð. Ein sneið af tíramísú inniheldur hátt í 500 karólínur og 30 grömm af fitu meðan þessi morgungleði er […]

Read More…

Sósulaus matur er sóun á áti

Naglinn segir að matur án sósu sé sóun á góðu áti… reyndar segir Naglinn hið sama um berrassaða súkkulaðiköku án þeytts rjóma en það er annar handleggur og efni í annars konar pistil. Það eru til svo ótal möguleikar á hollum einföldum og fljótlegum sósum sem eru ekki sprengfullar af mettaðri fitu og milljón einingum […]

Read More…

Kvöldsnæðingar

“Fastaðu alveg eftir kl. 19” “Ekki borða neitt eftir kvöldmat” “Alls ekki borða þremur tímum fyrir svefn.” Margir fá gyllinæð af stressi yfir að borða rétt fyrir svefn því þeirri firru hefur verið troðið í sárasaklausan pöpulinn að allt sem þú borðar eftir kvöldmat breytist í fitu á núll einni yfir nóttina. Þetta atriði sker […]

Read More…