Vegna fjölda eftirspurna og þar sem seldist upp á síðasta matreiðslunámskeið á núll einni, hefur verið bætt við auka matreiðslunámskeiði Röggu Nagla mánudaginn 11. maí kl 17-21 í húsnæði gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði. Það er greinilegt að fólk er fullt af eldmóði með heilsuna að markmiði. Og fátt er betra í baráttunni við sykurpúkann en að vera vel vopnum búinn af gleðilegum uppskriftum að gúmmulaði og þekkingu á allskonar heilsuvörum. Þekking og færni í gómsætri hollustugerð heldur vanþurft og svekkelsi úti í kuldanum, löngunum í sveittmeti í skefjum og við valhoppum sæl og sátt um lendur heilsunnar.
Námskeiðin eru studd rækilega af hinum frábæru vörum NOW á Íslandi, og útópíu heilsumelsins Nettó.

Að sjálfsögðu notuðum við hina frábæru bragðdropa frá NOW á námskeiðinu enda langsamlega bragðbestu droparnir.
Miðar fást hér. Athugið! aðeins 10 pláss eftir á námskeiðið. Fyrstir koma, fyrstir fá.