Góðgerlar

  Vissir þú að bakteríur í líkamanum eru 10 sinnum fleiri en frumur líkamans? Og megnið af þessum bakteríum lifa og starfa í þörmunum. En það er óþarfi að fara á límingunum. Þú vilt meira líf í þörmunum. Því meira partý þarna niðri stuðlar að betri heilsu. góðar bakteríur hjálpa okkur halda heilsunni í blússandi […]

Read More…

Ertu sósaður í súkralósa?

      Flest okkar myndum gjarnan vilja borða dísæta súkkulaðiköku með þeyttum rjóma án þess að þær kaloríur þrengi brók og belti. Af þeim sökum eigum við mörg í flóknu ástar-haturs sambandi við sætuefni. Þessi mólekúl sem slá á pervertískar langanir í sætabrauð sem herja á okkur þegar litli vísir nálgast fjögur á klukkunni […]

Read More…

7 góð ráð fyrir jólahlaðborðin

    Fórstu á jólahlaðborð um helgina? Fórstu með himinskautum í vambarkýlingu. Vaknaðirðu þjakaður og þrekaður daginn eftir. Í læstri hliðarlegu langt fram eftir degi. Flestir borða sig til óbóta á hlaðborðum til að fá það sem þeim ber fyrir aurinn. Það er jú búið að punga mörgum þúsurum úr buddunni. Koma heim eftir matarofgnótt […]

Read More…

Hægðu á þér – mindful eating

Rifjaðu upp síðustu máltíð. Manstu eftir hvernig hann leit út á disknum? Manstu eftir bragðinu af hverjum bita. Áferðinni. Lyktinni. Varstu til staðar í máltíðinni með kveikt öll ljós skynfærum. Varstu að njóta.     Eða varstu að skoða nýjustu statusana á Facebook. “Stjáni og Gunna voru á Tennerífe í síðustu viku. En hvað þau […]

Read More…

Kreatín

Kreatín?? Flestir sem hafa blaðað í gegnum vöðvatímarit, stælta Instagramm skrokka eða Feisbúkk prófíla hafa rekist á þetta orð. En hvað er þetta fyrirbæri fyrir nokkuð? Kreatín finnst í vöðvum líkamans í formi fosfórkreatíns og er myndað úr þremur amínósýrum: arginine, glycine, methionine. Fullvaxta karlmaður eyðir í kringum 2g af kreatíni á dag og fyllir […]

Read More…

365 blaðsíður á einum degi – eða ein blaðsíða á dag í heilt ár?

Flestir vilja líkamlegan árangur á örbylgjuhraða. Að skrokkurinn taki stökkbreytingu á nanósekúndum.   Um leið og gullið æfingaplan er komið í hönd á kjötið að bunkast á grindina og lýsið að leka stríðum straumum af botnstykkinu.   Ef dramatískar breytingar eru ekki sjáanlegar eftir örfáar vikur hertekur frústrasjón sinnið. Vonleysi. Pirringur. Leiðindi.   Uppgjafarhermaðurinn marsérar […]

Read More…

Neanderthalsmaðurinn í spinning

Mannskepnan er gerð til að hreyfa sig. En nútímasamfélag hefur gert okkur alltof auðvelt að forðast hreyfingu. Við sitjum í bílum, sitjum svo við skrifborð þangað til við förum heim og setjumst fyrir framan imbann. Að sitja eru nýju reykingarnar segja gúrúarnir. En þegar hnén braka og bresta við að standa uppúr sófanum eftir fréttir […]

Read More…

Nálgunarmarkmið frekar en Forðunarmarkmið

  Nú er mál að linni. Dagar víns og rósa verða að víkja og heilbrigðari hættir hylltir.   Nammibindindi Enginn sykur. Ekkert glútein Út í hafsauga með mjólkina. Sorrý Búkolla. Ekki sopi af ropvatni. Sorrý Ölgerðin. Ekki arða af æti inn um stútinn eftir kvöldmat. Ekki liggja eins og flökuð skata   Hausinn undir og […]

Read More…

Allt eða ekkert. Tvær hliðar á sama peningi

Enginn sykur. Ekkert hveiti. Ekkert áfengi. Ekkert gos. Ekkert sælgæti. Ekkert snakk. Ekkert kruðerí. Ekkert sveittmeti. Bara kjúlli. Fiskur. Kál. Grænmeti. Vatn. Sætar kartöflur. Að borða EKKERT af einhverju eða borða ALLTOF mikið af því eru tvær hliðar á sama pening. Vík burt! þú sykur sonur Satans EÐA flórsykurslikja út á kinn af tólfta Dunkin […]

Read More…

30 daga matarboð með Vigdísi

Ímyndaðu þér að þu ætlir að bjóða Vigdísi Finnbogadóttur í mat allan janúar.   Sæl Vigdís. Gakktu í bæinn. Við byrjum fyrstu 10 dagana á að drekka bara græna djúsa því við þurfum að hreinsa okkur af gjálífi desember mánaðar. Við þurfum að refsa okkur fyrir allar Sörurnar og blóðga bakið fyrir Nóa konfektið.   […]

Read More…