Rifjaðu upp síðustu máltíð. Manstu eftir hvernig hann leit út á disknum?
Manstu eftir bragðinu af hverjum bita. Áferðinni. Lyktinni.
Varstu til staðar í máltíðinni með kveikt öll ljós skynfærum. Varstu að njóta.
Eða varstu að skoða nýjustu statusana á Facebook.
“Stjáni og Gunna voru á Tennerífe í síðustu viku. En hvað þau eru brún og sælleg á myndunum.”
“Nei og Máni litli að útskrifast úr 4. bekk, en yndislegt.”
Það er hægt að vera saddur lífeðlislega. Og sálfræðilega.
Ef við erum ekki sálfræðilega södd og munum ekki eftir máltíðinni þá viljum við meira. Borðum meira seinna. Fáum okkur. Ofát á einhverju gúmmulaði.
Rannsóknir sýna að þeir sem hægja á sér og nærast í núvitund borða minna og hafa færri cravings en þeir sem borða hraðar með hugann annars staðar.
Hægðu á þér. Prófaðu að nærast í núvitund og þú munt öðlastbetri skilning á hvernig þú hugsar um mat og hvaða áreiti fá þig til að taka óhjálplegar ákvarðanir.
Að auki ekki bara öðlast heilbrigðara samband við mat með því að velja sjálfur viðbrögðin þín við áreitunum og jafnvel koma með hjálplegri hegðun sem styður betur við gildi þín og markmið. Þannig öðlastu meiri hugarró og jafnvægi í kringum mat.
Hér eru nokkur ráð til að nærast í núvitund.
Gefðu þér tvöfalt lengri tíma til að borða en þú ert vanur.
Ef þú ert vanur að borða matinn á tíu mínútum taktu frá tuttugu mínútur þar sem þú ert í algjöru ró og næði.
Sestu niður með disk fyrir framan þig.
Notaðu bæði hníf og gaffal í máltíðinni.
- Vertu algjörlega slakur/slök. Það er mikilvægt að sitja ALLTAF þegar við borðum. Að sama skapi vera afslappaður, rólegur, með athygli og áhuga.
Eyddu nokkrum mínútum í að gefa gaum að líkamsstöðu og sambandi þínu við matinn sem þú ert að fara að borða. - Beindu athyglinni að því sjónræna. Hvernig lítur máltíðin út á disknum. Útlínur, litir. Beindu nú athyglinni að lyktinni.
Færðu þig nær matnum ef þú þarft. - Ef hugsanir koma upp í hugann sættu þig við að þær séu til staðar. Ekki reyna að bæla þær niður. Ef það koma upp hugsanir, spáðu í hvert er innihald þeirra? Eru það dæmandi hugsanir? Eða eru það ímyndanir. Reyndu að setja merkimiða á þær án þess að bregðast við þeim.
En leyfðu þeim síðan að fara og beindu athyglinni aftur að útliti og lyktinni af matnum. - Lýstu fyrir sjálfum þér upplifuninni. Ertu svangur. Er maginn byrjaður að láta vita af hungri. Hvað ertu að upplifa í líkamanum.
Svengd. “Hér er svengdin komin.”
Ef þú upplifir tilfinningar eins og spennu, pirring, eftirvæntingu skaltu lýsa þeim fyrir þér á hlutlausan hátt líka. “Hér er pirringurinn kominn. Halló!” - Þegar þú ert tilbúinn að byrja að borða vertu meðvitaður um ætlunina að borða. Bragðið og áferðin í munninum á meðan þú borðar.
- Notaðu bæði hníf og gaffal við máltíðina. Prófaðu að skipta yfir í minni gaffal eins og salatgaffal eða barnagaffal. Leggðu frá þér hnífapörin milli bita.
Þú þarft ekki að hanga á gafflinum eins og hann muni yfirgefa þig. Slepptu þeim alfarið úr höndunum meðan þú tyggur. Ekki setja nýjan bita á gaffalinn fyrr en þú hefur kyngt og munnurinn er orðinn tómur. Taktu sopa af vatni milli bita.