Kreatín

Kreatín?? Flestir sem hafa blaðað í gegnum vöðvatímarit, stælta Instagramm skrokka eða Feisbúkk prófíla hafa rekist á þetta orð. En hvað er þetta fyrirbæri fyrir nokkuð? Kreatín finnst í vöðvum líkamans í formi fosfórkreatíns og er myndað úr þremur amínósýrum: arginine, glycine, methionine. Fullvaxta karlmaður eyðir í kringum 2g af kreatíni á dag og fyllir […]

Read More…

365 blaðsíður á einum degi – eða ein blaðsíða á dag í heilt ár?

Flestir vilja líkamlegan árangur á örbylgjuhraða. Að skrokkurinn taki stökkbreytingu á nanósekúndum.   Um leið og gullið æfingaplan er komið í hönd á kjötið að bunkast á grindina og lýsið að leka stríðum straumum af botnstykkinu.   Ef dramatískar breytingar eru ekki sjáanlegar eftir örfáar vikur hertekur frústrasjón sinnið. Vonleysi. Pirringur. Leiðindi.   Uppgjafarhermaðurinn marsérar […]

Read More…

Neanderthalsmaðurinn í spinning

Mannskepnan er gerð til að hreyfa sig. En nútímasamfélag hefur gert okkur alltof auðvelt að forðast hreyfingu. Við sitjum í bílum, sitjum svo við skrifborð þangað til við förum heim og setjumst fyrir framan imbann. Að sitja eru nýju reykingarnar segja gúrúarnir. En þegar hnén braka og bresta við að standa uppúr sófanum eftir fréttir […]

Read More…

Nálgunarmarkmið frekar en Forðunarmarkmið

  Nú er mál að linni. Dagar víns og rósa verða að víkja og heilbrigðari hættir hylltir.   Nammibindindi Enginn sykur. Ekkert glútein Út í hafsauga með mjólkina. Sorrý Búkolla. Ekki sopi af ropvatni. Sorrý Ölgerðin. Ekki arða af æti inn um stútinn eftir kvöldmat. Ekki liggja eins og flökuð skata   Hausinn undir og […]

Read More…

Allt eða ekkert. Tvær hliðar á sama peningi

Enginn sykur. Ekkert hveiti. Ekkert áfengi. Ekkert gos. Ekkert sælgæti. Ekkert snakk. Ekkert kruðerí. Ekkert sveittmeti. Bara kjúlli. Fiskur. Kál. Grænmeti. Vatn. Sætar kartöflur. Að borða EKKERT af einhverju eða borða ALLTOF mikið af því eru tvær hliðar á sama pening. Vík burt! þú sykur sonur Satans EÐA flórsykurslikja út á kinn af tólfta Dunkin […]

Read More…

30 daga matarboð með Vigdísi

Ímyndaðu þér að þu ætlir að bjóða Vigdísi Finnbogadóttur í mat allan janúar.   Sæl Vigdís. Gakktu í bæinn. Við byrjum fyrstu 10 dagana á að drekka bara græna djúsa því við þurfum að hreinsa okkur af gjálífi desember mánaðar. Við þurfum að refsa okkur fyrir allar Sörurnar og blóðga bakið fyrir Nóa konfektið.   […]

Read More…

Þín eigin hreysti

    Þú getur verið grannur eða þybbinn. Með sýnilega vöðva, heflaðan sixpakk, eða ávalar línur og mjúkan maga Þú getur æft 3x í viku eða 10x í viku Þú getur æft í 30 mínútur eða 2 tíma Þú getur labbað á höndum eða bara gert lítinn kollhnís Þú getur deddað 30 kíló eða 100 […]

Read More…

Utan þjónustusvæðis

Utan þjónustusvæðis Heilsusamlegar ráðleggingar fyrir heilsumeli á faraldsfæti   Hvort sem leiðin liggur útfyrir landsteinana eða bæjarmörkin er fólk með skema í hausnum um að nú eigi að vera góður við sig. “Ég er í fríi og má sukka þar til vélindað fyllist.” “Ég ætla sko EKKI að mæta í ræktina og nú skal étið […]

Read More…

Auka-matreiðslunámskeið 11. maí

Vegna fjölda eftirspurna og þar sem seldist upp á síðasta matreiðslunámskeið á núll einni, hefur verið bætt við auka matreiðslunámskeiði Röggu Nagla mánudaginn 11. maí kl 17-21 í húsnæði gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði.     Það er greinilegt að fólk er fullt af eldmóði með heilsuna að markmiði. Og fátt er betra í baráttunni við sykurpúkann en […]

Read More…

Kryddsíld Naglans árið 2014

Janúar Jólum og áramótum 2013-2014 eytt í London.     Naglinn var beðin um að halda fyrirlestur á konukvöldi í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Fyrirlesturinn fjallaði um hvernig við náum stjórn á hugsunum okkar til að stuðla að betri heilsuhegðun.     Einnig hélt Naglinn fyrirlestur í Budz Boot Camp í Köben um tengsl hugsana og […]

Read More…