Neanderthalsmaðurinn í spinning

Mannskepnan er gerð til að hreyfa sig.

En nútímasamfélag hefur gert okkur alltof auðvelt að forðast hreyfingu.

Við sitjum í bílum, sitjum svo við skrifborð þangað til við förum heim og setjumst fyrir framan imbann.

Að sitja eru nýju reykingarnar segja gúrúarnir.

En þegar hnén braka og bresta við að standa uppúr sófanum eftir fréttir og Útsvar. Þegar bakið grenjar eftir þriðja þáttinn í röð af O.J Simpson. Þá veit maður að gúrúarnir hafa eitthvað til síns máls.

 

En nútímasamfélag er líka búið að flækja hreyfinguna fyrir okkur.

Hjólreiðar, hlaup, Crossfit, þríþraut, spinning, Zumba, ketilbjöllur, maraþon.

 

Instagram og Snapchat sýna okkur æfingar á mælikvarða herþjálfunar.

Facebook og vefsíður sem vilja að þú tætir upp malbik eða rífir í járn.

 

Hvað í dauðanum á maður að gera til að skekja skankana og verða hraustari?

 

Hreyfing er ekki bara að fara í ræktina.

Æfingar eru í raun bara fabrikkuð leið til að láta skrokkinn gera sem hann hefur elskað og vitað í gegnum mannkynssöguna.

 

Forfeður okkar þurftu ekki spinning tíma kl 12:10

Þeir þurftu ekki CrossFit æfingu í kjallara

Þeir gerðu hnébeygjur án þess að eiga power skó og magnesium.

 

Þeir köstuðu, gripu, drógu, sveifluðu, beygðu, klifruðu, löbbuðu, mokuðu.

 

Þeir þurftu ekki Reykjavíkurmaraþon til að hlaupa milli staða eða Zumbatíma til að fagna með dansi.

 

En fæstir veiða sér til matar og nota lyftuna oftar en góðu hófi gegnir. Og taka selfies í lyftuspeglinum.

 

Að hreyfa sig ekki er er því risastórt tap. Sorrý Blackberry. Hreyfing snýst ekki bara um æfingu. Hreyfing eru samskipti líkamans við umhverfið. Hvernig við sitjum, stöndum og hlaupum til líkamstjáningar, líkamsstöðu og jafnvægi.

 

 

Það er ekki til nein rétt eða röng hreysti.

 

Það er hægt að gera allt frá bogfimi til spinning.

Snörun eða snú-snú

Keila eða ketilbjöllur.

 

Það er bara til þín eigin hreysti.

 

Finndu hvað kitlar pinnann þinn.

Finndu hvernig þín líkamsbygging fúnkerar best.

Finndu gleðina að geta gera nýjar hreyfingar.

Sjálfstraustið eflast við árangur

Hvernig daglegu hlutirnir verða auðveldari. Að bera innkaupapoka, að labba stiga og opna sultukrukkur.

 

Tilfinningin þegar þú ferð frá þungum og stífum yfir í sveigjanlegan og tignarlegan skrokk er

Þegar þú yfirstígur eigin hömlur og getur brúkað skrokkinn eins og þú vilt og þegar þú vilt.

Sú tilfinning verður ekki metin til fjár.

Sorrý Eurocard.