Nálgunarmarkmið frekar en Forðunarmarkmið

 

Nú er mál að linni. Dagar víns og rósa verða að víkja og heilbrigðari hættir hylltir.

 

Nammibindindi

Enginn sykur.

Ekkert glútein

Út í hafsauga með mjólkina. Sorrý Búkolla.

Ekki sopi af ropvatni. Sorrý Ölgerðin.

Ekki arða af æti inn um stútinn eftir kvöldmat.

Ekki liggja eins og flökuð skata

 

Hausinn undir og allt gefið í botn.

EKKI, EKKI, EKKI.

 

Má ekki láta undan öllum púkunum sem dansa um hjarnann bíðandi færis að fremja hryðjuverk á árangrinum.

 

BANNAÐ. BANNAÐ. BANNAÐ.

 

Alltof oft setjum við okkur markmið um að forðast eitthvað. Hætta einhverri hegðun.

Þvinga okkur til að gera EKKI eitthvað.

 

Lok, lok og læs og allt í stáli. Lokað fyrir Páli.

 

En þegar eitthvað er bannað öðlast það vald yfir okkur því við upplifum söknuð. Vanþurft og viðjar. Föst í köngulóarvef af boðum og bönnum.

 

 

IMG_0199

Þá mætir uppreisnarseggurinn upp á dekk. Unglingurinn í okkur. Íklæddur leðurjakka, með hanakamb og lokk í nefinu.

 

“Allir hinir MEGA borða piparhúðað NóaKropp. Ég má alveg líka.”

“Þetta heilsudæmi er svo erfitt. Má ekki neitt.”

“Klára bara pokann núna og svo ekkert á morgun. Þá verð ég ‘ALL IN’ sko”

 

 

Vanakerfið í okkur virkar ekki vel í þvingunaraðgergðum eins og í viðskiptabanni gegn Rússlandi.

 

Vanakerfið vill læra nýjar venjur en fær aðskilnaðarkvíða við að sleppa þessum gömlu.

 

 

Það er því mun vænlegra til árangurs að nota jákvæð nálgunarmarkmið þar sem við búum til nýjar venjur

 

Fara í ræktina allavega 3 x í vikunni

Borða morgunmat.

Prófa nýjan heilsurétt

 

Skoða líka hvað þegar erum þegar að gera gott og byggjum ofan á það.

 

Drekka meira vatn yfir daginn.

Taka oftar stigann í vinnunni

Labba oftar í búðina

 

 

 

Þannig virkjum við sköpunargáfuna, áhugann og viljann í okkur til að velja rétt.

Smám saman taka nýjar betri venjur yfir þær gömlu sem við viljum sleppa

 

Forðunarmarkmið vekja vanmátt, vonleysi og hjálparleysi

Forðunarmarkmið búa til vanþurft og vanlíðan þar sem þú sleikir fangelsisrimla takmarkana og frelsisskerðingu.

IMG_0196

 

Nálgunarmarkmið eru valdeflandi og efla sjálfstraust og baráttuanda.

 

Nálgunarmarkmið gera breytingaferlið að harmonískri gleði þar sem þú upplifir frelsi og víðsýni til að velja sjálfur.