Þín eigin hreysti

IMG_8922

 

 

Þú getur verið grannur eða þybbinn.
Með sýnilega vöðva, heflaðan sixpakk, eða ávalar línur og mjúkan maga
Þú getur æft 3x í viku eða 10x í viku
Þú getur æft í 30 mínútur eða 2 tíma
Þú getur labbað á höndum eða bara gert lítinn kollhnís
Þú getur deddað 30 kíló eða 100 kíló
Þú getur borðað oft á dag eða einu sinni á dag.
Þú getur talið kaloríur, mælt og vigtað.
Eða slumpað á skammta og farið eftir svengd og seddu.
Þú getur æft Crossfit, ólympískar, kraftlyftingar, hlaup, hjól, zumba, línuskauta, Pilates, jóga.

 

 

 

IMG_9687

Það er engin rétt eða röng hreysti.
Ekki bera þig saman við hvað aðrir gera.

“Hann borðar minna af kolvetnum en ég.”
“Hann borðar ekki mjólkurvörur, ekki brauð, ekki glútein.”

“Hún lyftir þyngra en ég. “
“Hún gerir meira af þolæfingum.”

Hann og hún eru ekki þú.

Gerðu það sem hentar þér, þínum líkama, þínum matarsmekk, þinni hreyfiþörf, þinni hitaeiningaþörf og þínum lífsstíl.

Vertu þín eigin útgáfa af hreysti.