Sjúklega gómsætar súkkulaðibitakökur

IMG_9743

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu fyrir þessar súkkulaðibitakökur.
Dökkar og dásamlegar. Hollar og horaðar. Sykurlausar og sjúklega mjúkar. Þær bráðna í munninum og renna aftur fyrir úfinn án mikillar hjálpar frá tanngarðinum.

 

IMG_9740

Þessar kökur innihalda eingöngu náttúruleg hráefni. Það má nota sykurlaust súkkulaði í staðinn fyrir kakónibbur Þær má síðan tvista eftir smag og behag hverju sinni með allskonar nýjum vinklum.

Uppskrift
10 kökur

120g NOW möndlumjöl
1 msk dökkt kakó (t.d Rapunzel)
1 tsk matarsódi
1 tsk sjávarsalt
3 msk brædd kókosolía (Himnesk Hollusta)
1 msk hunang eða Sukrin Gold
1 msk mjólk (ósætuð möndlu/belju/soja/kókoshnetu)
1/4 tsk vanilluduft
1/2 dl kakónibbur

Now-Almond-Flour

Valfrjálsir nýir vinklar til að breyta upplifuninni og tvista tilveruna: kaffiduft, hnetusmjör, möndlusmjör, kókoshnetusmjör, NOW Better Stevia dropar, chiliduft, appelsínubörkur, piparmintudropar, appelsínudropar, þurrkaðir ávextir, hakkaðar pekan/valhnetur/jarðhnetur

IMG_9739

 

1. Stilla ofn á 175°C
2. Blanda öllu þurra stöffinu saman í skál. Blanda síðan blauta stöffinu saman í aðra skál. Hræra síðan öllum stöffunum (er það orð?) varlega saman með sleif
3. Fylla matskeið af deigi og skúbba á bökunarpappír. Þrýstu niður í miðjuna.
4. Baka í ofni í 10-12 mínútur.
5. Leyfa þeim að kólna á grind.

 

IMG_9742

Ef þú borðar ekki allar kökurnar á núlleinni eins og sumir (nefnum engin nöfn), er best að geyma þær í gleríláti því þær verða seigar í plastboxi.

Allt innihaldið fæst að sjálfsögðu í bestu heilsusjoppu bæjarins Nettó

nettó-lógó

Næringargildi per köku:
Kcal: 140
Prótín: 3g
Kolvetni: 5g
Fita: 11g