Hvað gera bændur þegar fellibylurinn Bodil lemur á gluggana. Þá er svuntan reimuð, bökunarvörum rutt úr skápunum og ný tegund af morgungleði hrist fram úr erminni.
Bláberjabrjálæði í bolla
Kaka:
40g haframjöl (malað í hveiti í matvinnsluvél)
1 msk NOW möndluhveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk NOW erythriol/Sukrin
1 tsk vanilludropar
3 msk eplamús
2 eggjahvítur
2 msk mjólk (möndlu, belju, soja…whatever)
50g frosin bláber
1. Hræra öllu nema bláberjum saman í kaffibolla eða djúpa skál. Ploppa síðan berjunum ofan í deigið.
2. Inn í kjarnorkuofninn í 1.5-2 mínútur. Leyfa að kólna í nokkrar mínútur.
Krem:
75g kotasæla
75g grísk jógúrt/kvark
1 msk NOW erythriol/Sukrin
Kötlu sítrónudropar
vanilluduft á hnífsoddi
1 msk vatn/mjólk (belju, möndlu, soja)
Hræra saman með töfrasprota og smyrja yfir gleðina.
Þú munt telja niður klukkutímana í þessa gleði, búðu þig undir svefntruflanir af spenningi.