Rísalamand grautartriffli

Desember runninn upp í öllu sínu veldi.

Þá þarf Naglinn víst að troða sér í jólagírinn, og það geta verið átök fyrir Skrögginn sem leiðast jólin.

En þegar rísalamand grautartriffli startar deginum, fyllist maður löngun að setja músastiga á veggina og henda í þrjár sortir íklædd hreindýrapeysu.

PhotoGrid_1385902185094

Rísalamand grautartriffli 

Grautur:

– Haframjöl eftir þörf og smekk
– rifið zucchini (gerir meira magn fyrir átsvín)
– Möndludropar ½ -1 tappi
– klípa salt
– 1-2 tsk HUSK má sleppa, gerir enn meira magn *oink oink*
– NOW chia fræ (bólgna upp og gera skemmtilega áferð)

Sykurlaus kirsuberjasósa (frá Cervera eða ISIS)

Vanillukrem:

– 75 g kotasæla
– 75 g skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
– 2 tsk Sukrin/Stevia/NOW erythriol (Lifandi markaður, Nettó, Fjarðarkaup)
NOW French vanilla dropar (Lifandi markaður, Nettó, Fjarðarkaup)

Raða í tvö vínglös í lögum, fyrst grautur, svo kirsuberjasósu og vanillukremið toppar herlegheitin.

Þennan unað má gúlla sjóðandi heitt beint af hlóðunum, eða kalt inn að beini eftir nótt í ísskápnum.

IMG_6308