Eru ekki að koma jól? Svo segir dagatalið allavega, þó að hér í Danaveldi sé rigning og 10 gráður og fyrir utan lafandi jólaskraut yfir umferðargötunum er fátt sem minnir Íslendinginn á að sólarhátíðin mikla sé eftir rúmar tvær vikur. Ekki snjókorn í nánd, engin grýlukerti, engar hálfskafnar bílrúður og engir sultardropar úr nös. Þá verður kona að nota fabrikkuð snjókorn til skreytingar á bakstrinum, og fá þannig oggulítinn vetrarfíling í æð.
Naglinn fann Kötlu sítrónudropa aftast í bragðdropasafninu, enda þegar þeir skipta fleiri tugum er ekki skrýtið að nokkrir séu gleymdir og vanræktir. Það var því ráð að nota þá áður en alkahólið nýttist til brugg-gerðar. Úr urðu vanillumúffur með sítrónukremi.
Hreinn og klár ööööönaður gott fólk.
Vanillumúffur
6 stykki
2 tsk NOW erythriol
1. Hræra saman með töfrasprota þar til flauelsmjúkt. Smyrja yfir múffurnar og strá skemmtilegu skrauti yfir.