Vanillumúffur með sítrónukremi

IMG_6477

Eru ekki að koma jól? Svo segir dagatalið allavega, þó að hér í Danaveldi sé rigning og 10 gráður og fyrir utan lafandi jólaskraut yfir umferðargötunum er fátt sem minnir Íslendinginn á að sólarhátíðin mikla sé eftir rúmar tvær vikur. Ekki snjókorn í nánd, engin grýlukerti, engar hálfskafnar bílrúður og engir sultardropar úr nös. Þá verður kona að nota fabrikkuð snjókorn til skreytingar á bakstrinum, og fá þannig oggulítinn vetrarfíling í æð.

Naglinn fann Kötlu sítrónudropa aftast í bragðdropasafninu, enda þegar þeir skipta fleiri tugum er ekki skrýtið að nokkrir séu gleymdir og vanræktir. Það var því ráð að nota þá áður en alkahólið nýttist til brugg-gerðar. Úr urðu vanillumúffur með sítrónukremi.
Hreinn og klár ööööönaður gott fólk.

Vanillumúffur

6 stykki

80 g haframjölshveiti (malað haframjöl í matvinnsluvél)
ca 3 msk (15g) NOW möndlumjöl
1,5 skófla (35g) prótínduft vanillu
0,5 dl NOW erythriol
1/3 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
2 eggjahvítur
60 g ósætuð eplamús
60g hreint skyr/grísk jógúrt/kvark
NOW french vanilla dropar
1/4 tsk vanilluduft
0,25 dl vatn
Now-Almond-Flour
Stilla ofninn á 175°C. Blanda þurrefnunum í skál. Blanda blautefnunum (er það orð?) með töfrasprota í aðra skál. Blanda þurrefnum og blautefnum  saman og hella í muffinsform (helst í sílíkon til að þær festist ekki).
Baka í 20 mínútur. Taka út og leyfa að kólna í nokkrar mínútur.
IMG_6471
Sítrónukrem
75g kotasæla
75 g skyr/grísk jógúrt/kvark
2 tsk NOW erythriol
1 msk möndlumjólk/beljumjólk
1 tappi Kötlu sítrónudropar
rifinn sítrónubörkur

1. Hræra saman með töfrasprota þar til flauelsmjúkt. Smyrja yfir múffurnar og strá skemmtilegu skrauti yfir.