Það er fátt dásamlegra en að rúlla sér framúr bælinu, opna ísskápinn og graðga í smettið á núll einni þegar hungursneyðin er í algleymingi og neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Þá kemur grautartriffli sem er útbúið kvöldið áður siglandi eins og appelsínugulur björgunarbátur.
Jarðarberja triffli með bananakremi
Grautur:
Haframjöl (magn eftir þörf)
1/2 dl rifið zucchini (gerir meira magn fyrir átsvín)
2 teskeiðar HUSK (bætir meltingu-má sleppa)
3-4 dl vatn (eftir þykktarsmekk, meira vatn = meira magn)
klípa salt
NOW Better Stevia Pomegranate dropar (Nettó, Krónan, Lifandi Markaður)
Kokka graut í potti. Leyfa suðunni að koma upp og nota þá bíseppinn og hræra eins og ljónið. Leyfa að malla í nokkrar mínútur og setja svo til hliðar meðan krem og jarðarberjagums er útbúið.
75 g kotasæla (1%)
75 g hreint skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
1 msk NOW Erythritol
1/2 banani
Hræra kremi saman með töfrasprota.
Jarðarberjagums
Örra 2-3 frosin jarðarber með balsamediki þar til maukuð.
Raða graut, jarðarberjagumsi og bananakremi lagskipt í gamla sultukrukku eins og triffli.
Geyma í 2-3 tíma eða yfir nótt í ísskápnum.