Sellerírótarfranskar

Grindhoraðar fröllur með kaloríusnauðu chilimæjó. Næstum eins og sveittmetið á börgerdjóntunum. Hér í Danmörku má finna sellerírót í bunkum í hverri grænmetisverslun, en þetta er rótin af langa græna selleríinu sem við þekkjum niðurskorið í súpum eða niðurskorið á bakka með ídýfu í partýum en enginn snertir. Þetta aumingjans rótargrænmeti er afskaplega ljótt að utan en það er innri maður sem skiptir máli því það er afar gómsætt að innan og ekki nema 40 kcal og 9g kolvetni í 100g. Svo það má gúlla ansi veglegt magn og það gleður átvaglið útfyrir öll velsæmismörk.

PhotoGrid_1396704614193

 Fröllurnar

1/2 haus af sellerírót 
sjávarsalt
pipar
hvítlauksduft
rósmarín
1 tsk ólífuolía eða PAM sprey

Skera sellerírót í stilka, henda stilkunum í plastpoka ásamt kryddum og olíu/spreyi.

Hrista, hrista, hrista….teygja búkinn og tvista.

Hella í ofnskúffu og baka í ofni á 200°C í 15-20 mín eða þar til þær eru brúnar á köntunum.

Hræra þá í greyjunum og baka í 10-15 mínútur í viðbót og blasta grillið á þær síðustu mínúturnar.

PhotoGrid_1396705965201

Horgemlings Chilimæjó

Horað mæjó (Lighter than light Hellman’s eða Walden Farms)
Sukrin gold eða Walden Farms pönnukökusíróp
Sambal Oelek eða Sriracha sósa (fást í asískum mörkuðum) 

PhotoGrid_1392664244223



Hræra saman og málið er dautt.

Bon appetit.