Ostapoppsblómkál

IMG_7031

 

Hér í denn var Ostapopp frá Stjörnupopp í miklum metum hjá Naglanum, og heilum poka slátrað án þess svo mikið að blikka auga, enda atvinnumaður í áti án atrennu hér á ferð. En þau eru orðin ansi mörg árin síðan því var sporðrennt í ginið. Þessi uppgötvun var því  heldur betur ferð niður Minningarstrætið. Svo ómótstæðilega gómsætt að eina eftirsjáin í lífinu er að hafa ekki uppgötvað þetta kombó miklu fyrr. Svo mikill tími sem hefur tapast í að borða ekki þennan unað. Fullnægir algjörlega nokkurri löngun í ostapopp, en ekki nema örfáar kaloríur, haugur af trefjum, vítamínum og steinefnum ólíkt fyrirmyndinni í stjörnum prýddum vakúmpokanum.

 

Ostapoppsblómkál

1 blómkálshaus
2 msk næringarger (Nutritional Yeast) frá Naturata (fæst í Nettó) eða NOW (iherb.com)
klípa sjávarsalt

IMG_8649

Aðferð:
1.Hita ofninn í 200°C
2. Skera blómkál í lítil blóm
3. skella í plastpoka með næringargeri og salti
4. Hrista eins og ljónið þar til öll blómin eru orðin fagurgul
5. Baka í 45 mínútur og skella á grill síðustu 5 mínúturnar

Einfalt, fljótlegt, gómsætt og girnilegt. Er hægt að biðja um það betra?

 

 

IMG_7032

One thought on “Ostapoppsblómkál

  1. Pingback: Himneskt hummus… með leynilegu hráefni. | ragganagli

Comments are closed