Vanillu ostakaka með súkkulaðiívafi

PhotoGrid_1412929370806

Þessi kaka er ólýsanlega gómsæt. Átið á henni framkallaði epíska hamingju og jaðraði við trúarlega athöfn hjá rammheiðnum Naglanum. Niðurtalning í kvöldsnæðing morgundagsins hófst um leið og síðasta bita hafði verið rennt niður og það er hugsanlegt að diskurinn hafi verið sleiktur…neeii djók…. eða ekki.

Vanilluostakaka með dökku súkkulaði

Botn

4 msk Monki hnetusmjör (fæst í Nettó)
4 msk hakkaðar möndlur
2 msk sykurlaust síróp eða agave

IMG_5924

Fylling

150g hreint skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
250g kotasæla
1 skófla Nectar vanillu mysuprótín (fæst í Fitness Sport)
1 dl eggjahvítur
1 msk NOW erythritol

nectar protein pow

Horuð dökk súkkulaðisósa

2 msk Hershey’s special dark kakó eða venjulegt Hershey’s (fæst í Nettó)
1 msk Stevia NOW Hot Chocolate (fæst í Nettó)
Isola möndlumjólk (magn eftir þykktarsmekk)

PhotoGrid_1412929655028

Aðferð:

1. Blanda öllu saman í botninn og þrýsta niður í 20 cm lausbotna form
2. Hræra í fyllinguna með töfrasprota þar til allt blandað og mjúkt
3. Hella fyllingunni ofan á botninn.
4. Baka á 160°C í 30-45 mín. Ekki ofbaka þessa elsku. Hún má gjarnan dilla sér þegar hún kemur útúr ofninum. Hún má vera blaut innan í (engar dónahugsanir) því hún tekur sig í kæli.
5. Leyfa kökunni að kólna, helst yfir nótt í ísskáp.
6. Hræra saman í h0ruðu súkkósósuna og drissla yfir kökuna.

Njóta…njóta ó svo vel fyrir allan peninginn.

IMG_5926