Matreiðslunámskeið Naglans 8.-9. september 2014

Enn eitt frábært matreiðslunámskeið Naglans að baki með hinum frábæru styrktaraðilum, Nettó Samkaup og Now á Íslandi.

Námsþyrstir heilsugosar lögðu leið sína í Fjörðinn fagra á haustkvöldum í september til að drekka í sig fróðleik og kunnáttu fyrir gúmmulaðisgerð og gera þannig lífið á heilsubrautinni að dansi á rósum.

IMG_8635

IMG_8548

Allir þátttakendur fóru heim með “goodie bag” sem var fjölnotaburðarpoki frá Nettó, með allskyns góðgæti í gúmmulaðisgerð innanborðs.

IMG_8556

Allt klárt fyrir rassíu kvöldsins í eldhúsinu. Þess má geta að allt hráefnið sem notað er á matreiðslunámskeiðinu fæst í Nettó.

IMG_8558

IMG_8554

IMG_8553 IMG_8552

Allt í pizzugerð kvöldsins… gleði og gaman…

IMG_8550

Hin frábæru Sistema nestisbox sem fást í Nettó.  Þessi box skipa sérstakan sess í hjarta Naglans sem er alltaf á ferð og flugi um allar koppagrundir og slæpist með kælitöskuna fulla af hollum snæðingum frá einu landi til annars.

IMG_8566

IMG_8579

Naglinn með sýnikennslu í pizzagerðinni.


IMG_8588

IMG_8594

Grautartriffli… omm nomm

IMG_8595

IMG_8596

IMG_8617

IMG_8627

Það er alltaf jafn gleðilegt að fylgjast með þegar fólk prófar flöff í fyrsta skipti.
Þá fyrst skilur það frasa Naglans: “Ef þú hefur ekki flöffað, þá hefurðu ekki lifað.”

IMG_8629

IMG_8568

Stoltur kennari með stórglæsilegt grautartriffli frá nemendunum.

IMG_8633

IMG_8638

It’s pizza o’clock. Prótínpizzurnar komu á færibandi útúr ofnunum og biðu þess að vera sporðrennt í ginið á svöngum námshestum eftir erfiði kvöldsins í eldhúsinu.

IMG_8641

IMG_8644

IMG_8645

Svo voru það desertarnir, sem voru ekki af verri endanum frekar en endranær.

IMG_8642

Come to mama!!

IMG_8606

IMG_8600

Meistaraverkunum raðað á hlaðborðið meðan samnemendur bíða með óþreyju eftir að sökkva tönnunum í gúrmetið.

IMG_8590

Omm nomm….

Naglinn þakkar fyrir ótrúlega skemmtileg námskeið og hlakkar til að hitta nýja námshesta á næsta námskeiði sem verður haldið miðvikudaginn 29. október. Skráning hér: