Næturgrautar í allra kvikinda líki

Haframjöl er eins og auður strigi málarans og má breyta í allra kvikinda líki. Mikið uppáhalds er næturgrautur sem stendur bara tilbúinn til átu í ísskápnum. Það eina sem þarf að gera er að sulla saman innihaldinu í skál. Hræra saman með gaffli. Henda í ísskáp og málið er dautt. Daginn eftir þegar garnirnar gaula […]

Read More…

Bakaður súkkulaðibitagrautur

Bakaður súkkulaðibitagrautur Naglans Þessi grautur er það sem þeir borða í morgunmat á himnum. Þér finnst þú bíta í súkkulaðibitakökuna frá Subway. Eða unaðinn úr Costco. Nema að hér eru engin aukaefni, ekki viðbættur sykur, rotvarnarefni, E-efni eða annað sem maginn hefur ekki græna glóru hvað á að gera við. Kann ekkert að brjóta niður, […]

Read More…

Tryllingsleg karamella

Þó þú gerir ekki nema eitt í dag nema skella í þessa gómsætu karamellusósu. Sem hefur fengið þann hógværa stimpil að vera það allra gómsætasta á byggðu bóli. Til að bæta við ferilskrána er að þú þarft aðeins að plokka þrjú innihaldsefni úr skápunum Og tekur innan við fim mínútur í framkvæmd. Hvað getur maður […]

Read More…

Rísalamand grautur

Rísalamand hafragrautur með þykjustuflöðuskúm og kirsuberjasósu var það heillin. Ó svo jólalegur og notalegur morgungrautur á aðventunni með danskri inspírasjón og átgleðin nær nýjum hæðum. Þennan er tilvalið að gera kvöldið áður í skammdegismyrkrinu meðan haustlægðirnar berja á rúðunni svo þú þarft einungis að rúlla þér framúr bælinu í morgunsárið og opna ísskápinn vopnaður skeið. […]

Read More…

Súkkulaði-banana grautartriffli

    Grautarperrinn kynnir nýtt grautartriffli til leiks. Þetta er svo mikið uppáhalds uppáhald þessa dagana að um leið og máltíðinni lýkur er byrjað að telja niður til næsta morguns. Súkkulaðikókosbananabrjálæði og það er hugsanlegt að einhverjar skálasleikingar fylgi í kjölfarið hjá þér, enda viltu ekki að þessi máltíð taki nokkurn tíma enda. Súkkulaði-banana-kókos grautartriffli […]

Read More…

Súkkó-kókos-kaffibollakaka með hnetusmjörssósu

Það dásamlega við jólin í útlöndum er að það er pollrólegt yfir vötnum. Lítið um tölvupósta, fáar símhringingar, engir fundir eða planlagðir hittingar. Svo það er hægt að dúlla sér í eldhúsinu við allskonar tilraunastarfsemi á gúmmulaðis hollustugleði og um að gera að nota þennan rólega tíma áður en janúar holskeflan ríður yfir í fjarþjálfuninni. […]

Read More…

Súkkóhnetusmjörsgleði

Naglinn étur flest sem tönn á festir, en það sem kætir úfinn meira en nokkuð annað er súkkulaði og hnetusmjör. Þegar annaðhvort þessara, eða sameining þeirra, gutlast ofan í svartholið verður hamingjusprenging í svartholinu. Þessi bakaði grautur verður yrkisefni komandi kynslóða, og mun eflaust fá sinn eigin ljóðabálk þegar fram líða stundir. Harmónísering súkkulaðibragðsins við […]

Read More…

Vikuskammtur af grautarblæti

Enn einn grautarpistillinn… farðu úr bænum með þessa grautarblæti. Það dylst víst engum lesanda að Naglinn er grautarperri af Guðs náð….. og er ekki einu sinni meðlimur kirkjunnar. Þessi gleði fyllir urlandi hungrað magaholið hvern einasta, einasta morgun ársins… jebb… líka jóladag og nýársdag og sunnudaga og páskadag. Það er prinsippmál og sjálfsköpuð lífsregla að […]

Read More…