Vikuskammtur af grautarblæti

Enn einn grautarpistillinn… farðu úr bænum með þessa grautarblæti.

Það dylst víst engum lesanda að Naglinn er grautarperri af Guðs náð….. og er ekki einu sinni meðlimur kirkjunnar. Þessi gleði fyllir urlandi hungrað magaholið hvern einasta, einasta morgun ársins… jebb… líka jóladag og nýársdag og sunnudaga og páskadag.
Það er prinsippmál og sjálfsköpuð lífsregla að borða aldrei sama grautarkombóið tvo morgna í röð, því slík einhæfni veldur óhamingju í sykursnúðnum og líkur á uppgjöf verða stjarnfræðilegar.

Hér er því innsýn í viku af grautaráti hjá átsvíninu og matarperranum.

Grunngrautur er auður strigi málarans sem er síðan málaður með ávöxtum, kryddum, bragðdropum og allskonar skemmtilegheitum.

Grunngrautur 

haframjöl
Husk
chia fræ
sjávarsalt

Allar eftirtaldar kombinasjónir hafa grunngraut í grunninn.

Mánudagur

Niðurskorin kirsuber (Naglinn safnaði í frystinn í sumar) + kanill + Stevia Berry dropar + toppað með ISIS sykurlausri kirsuberjasósu

Þriðjudagur

Jarðarber örruð í 30 sek í balsamediki + Now French Vanilla dropar + toppað með Walden Farms pönnukökusírópi

Miðvikudagur

Vanilluduft + Stevia vanilla créme dropar + bakaður rabbarbari (jebb…sumarsöfnun aftur) + niðurskorin jarðarber

Fimmtudagur

Niðurskorinn banani + döðlur + kanill + maple dropar + toppað með Walden Farms pönnukökusírópi

Föstudagur

Niðurskorinn banani + Now Dark chocolate dropar + Hershey’s sykurlaust kakó

Laugardagur

Sykurlaust eplachutney + Apple Pie spice krydd + kanill + Stevia Vanilla créme dropar + toppað með Walden Farms Apple butter

Sunnudagur

Rifin gulrót + rúsínur + kanill + negull + Stevia English toffee dropar = Gulrótarkökugrautur 

4 thoughts on “Vikuskammtur af grautarblæti

  1. Pingback: iHerb… ILoveyou | ragganagli

  2. Pingback: Kanilsnúður sem hækkar hamingjustuðullinn | ragganagli

  3. Pingback: Bakaður bláberjahafragrautur | ragganagli

  4. Pingback: Bakaður bláberjagrautur | ragganagli

Comments are closed