Þessi uppskrift Röggu Nagla birtist í Vikunni 25. október.
Þegar haustið er komið kemur alltaf upp pervertísk löngun í “Réttinn” eins og við hjónin köllum hann, en það er mexíkanskt lasagne sem er aðeins betrumbætt í höndum Naglans til hollustuvæðingar…. það má kalla það Naglavæðingu því þá geta átsvín og matargöt borðað meira með góðri samvisku *hnegg* *hnegg*.
Paprika
Sveppir
Laukur
Hvítlaukur
1 dós maísbaunir
1 dós Bakaðar baunir (tómatsafinn skolaður af)
1 krukka mexíkó eða fajitas sósa frá Discovery
Heill kjúklingur – rifinn í strimla
Heilhveiti tortillur
11% Ostur
Kotasæla
Aðferð:
Steikja lauk, hvítlauk, sveppi og papriku. Bæta rifnum kjúklingi,
maísbaunum og bökuðum baunum og sósu á pönnuna og leyfa að malla saman.
Raða tortillum í botn á eldföstu móti, leggja ostsneiðar ofan á og svo sósublönduna af pönnunni.
Dreifa kotasælu yfir sósublönduna
Leggja annað lag af tortillum, osti, sósublöndu og kotasælu.
Enda á að sáldra rifnum osti yfir kotasæluna og baka í ofni þar til osturinn er orðinn gullbrúnn og gott að stilla á grill-fídusinn í ofninum í örfáar mínútur í lokin.
Jammílísjos með nýju góðu dökku brauði með hollu hvítlaukssmjöri. Hræra saman Létt og laggott með krömdum hvítlauk og steinselju…. úff… sleftaumarnir eru komnir á yfirsnúning.
P.S Rétturinn er klámfenginn daginn eftir…. svo fyrir alla muni ekki kýla vömbina út fyrir öll velsæmismörk um kvöldið og reynið að eiga restar fyrir morgundaginn múúúahahaha.
Pingback: Næst á dagskrá í maí | rebbalingur