Mexíkanskt lasagne – Naglavætt

Þessi uppskrift Röggu Nagla birtist í Vikunni 25. október.

Þegar haustið er komið kemur alltaf upp pervertísk löngun í “Réttinn” eins og við hjónin köllum hann, en það er mexíkanskt lasagne sem er aðeins betrumbætt í höndum Naglans til hollustuvæðingar….  það má kalla það Naglavæðingu því þá geta átsvín og matargöt  borðað meira með góðri samvisku *hnegg* *hnegg*.

 


Innihald:

Paprika
Sveppir
Laukur
Hvítlaukur
1 dós maísbaunir
1 dós Bakaðar baunir (tómatsafinn skolaður af)
1 krukka mexíkó eða fajitas sósa frá Discovery
Heill kjúklingur – rifinn í strimla
Heilhveiti tortillur
11% Ostur
Kotasæla

Aðferð:

Steikja lauk, hvítlauk, sveppi og papriku. Bæta rifnum kjúklingi,
maísbaunum og bökuðum baunum og sósu á pönnuna og leyfa að malla saman.
Raða tortillum í botn á eldföstu móti, leggja ostsneiðar ofan á og svo sósublönduna af pönnunni.
Dreifa kotasælu yfir sósublönduna
Leggja annað lag af tortillum, osti, sósublöndu og kotasælu.
Enda á að sáldra rifnum osti yfir kotasæluna og baka í ofni þar til osturinn er orðinn gullbrúnn og gott að stilla á grill-fídusinn í ofninum í örfáar mínútur í lokin.

Jammílísjos með nýju góðu dökku brauði með hollu hvítlaukssmjöri. Hræra saman Létt og laggott með krömdum hvítlauk og steinselju…. úff… sleftaumarnir eru komnir á yfirsnúning.

P.S Rétturinn er klámfenginn daginn eftir…. svo fyrir alla muni ekki kýla vömbina út fyrir öll velsæmismörk um kvöldið og reynið að eiga restar fyrir morgundaginn múúúahahaha.

One thought on “Mexíkanskt lasagne – Naglavætt

  1. Pingback: Næst á dagskrá í maí | rebbalingur

Comments are closed