Bakaður súkkulaðibitagrautur

Bakaður súkkulaðibitagrautur Naglans

Þessi grautur er það sem þeir borða í morgunmat á himnum. Þér finnst þú bíta í súkkulaðibitakökuna frá Subway. Eða unaðinn úr Costco. Nema að hér eru engin aukaefni, ekki viðbættur sykur, rotvarnarefni, E-efni eða annað sem maginn hefur ekki græna glóru hvað á að gera við. Kann ekkert að brjóta niður, melta og ferla.

Hér er bara gott stöff sem líkaminn elskar.

Það má líka tvista hana og teygja í þá átt sem hentar bragðlaukum hvers og eins. Eins og söxuðum pekanhnetum, valhnetum, kókosflögum, kókosmjöli…. eina hindrunin er ímyndunaraflið.

Bakaður súkkulaðibitagrautur Naglans

Þurra stöffið
5 dl fínvalsað haframjöl (Himnesk hollusta)
1 tsk lyftiduft
½ tsk kanill
¼ tsk salt
2 msk NOW erythritol

Blauta stöffið

5 dl möndlumjólk ósætuð Isola græn
1 egg
1 tsk NOW Better Stevia French vanilla
1 msk sykurlaust síróp (Sweet like Syrup)
1 msk eplamús
1 msk Himnesk hollusta kakónibbur

  • valfrjálst: Sukrin melis og möndlumjólk blandað saman til að sáldra yfir tilbúinn grautinn.

 

Aðferð: Hita ofn í 170 ° C

Dömpa öllum þurrefnum saman í skál

Blanda blauta stöffinu saman í lítinn pott og hita að suðu.

Sáldra haframjölsblöndu í botn á eldföstu móti.

Hella blöndunni í pottinum varlega yfir gumsið.

Sáldra kakónibbum yfir “det hele”

Baka í 20 mínútur eða þar til haframjölið hefur drukkið í sig vökvann.

Leyfa að kólna í c.a 10-15 mínútur áður en þessi dásemd er skorin í bita og notið í fullkominni núvitund. Hægt og rólega. Algjörlega kjarnaður og zenaður.

 


* Færslan er unnin í samstarfi við Icepharma og Nettó þar sem allt hráefnið í dásemdina fæst.