Tryllingsleg karamella

Þó þú gerir ekki nema eitt í dag nema skella í þessa gómsætu karamellusósu.

Sem hefur fengið þann hógværa stimpil að vera það allra gómsætasta á byggðu bóli.

Til að bæta við ferilskrána er að þú þarft aðeins að plokka þrjú innihaldsefni úr skápunum

Og tekur innan við fim mínútur í framkvæmd.

Hvað getur maður beðið um betra?

 

 

 

Innihald:

500g mjúkar döðlur (t.d Himnesk hollusta) *

8-10 msk ósætuð möndlumjólk (t.d Isola þessi græna) **

1 tsk sjávarsalt

* Ef þú átt bara gamlar og skorpnar döðlur í skápnum leggðu þær í bleyti í heitt vatn í 1-2 klst.

** Meiri vökvi fyrir þynnri karamellu og meiri sósuáferð.

Aðferð:

Dömpa öllu stöffinu í öflugan blandara eða matvinnsluvél þar til mjúkt og blandað.
Þarf stundum að skrapa aðeins niður meðfram hliðunum

Og málið er dautt.

 

 

 

 

Henda karamellunni í kæli í nokkrar klukkustundir.

Hreinn og klár unaður út á morgungrautinn, ísinn, smúðinginn, sjeikinn, flöffið, brauðið, flatkökuna…. eða bara á puttann

1-2 tsk er fínn skammtur