Matvæli sem skal forðast til að ná árangri

Matvæli sem þú ættir að forðast eins og Svarta Dauða ef þú vilt ná árangri.
 
Nei við erum ekki að tala um sykur, smjérva, hvítt hveiti.
 
Heldur ekki banana, kartöflur, kókosolíu eða hvaða myllumerki trendar nú á Twitter til að rugla lýðinn í skallanum.
 
Heldur er listinn mjög einfaldur
 
1) matur sem þér þykir vondur á bragðið. T.d Kóríander eða túnfiskur.
2) matur sem fer illa í skrokkinn. T.d ofnæmi eða óþol.
 
En svo er það ofurfæðan sem þú verður að gúlla í ginið til að árangurinn mælist í bandvíddum.
 
Nei við erum ekki að tala um villtan lax veiddan með berum höndum óspjallaðra meyja.
Né er hér átt við Spírúlína púður malað af dvergum í Nepal.
 
Þú þarft aðeins að sporðrenna þrennskonar mat fyrir langvarandi valhopp á heilsubrautinni.
 
1) matur sem þér þykir góður á bragðið
2) matur sem nærir skrokkinn
3) matur sem fer vel í mallakútinn þinn
 
Ef þér líkar við matinn þinn og hlakkar til að borða ertu líklegri til að halda þig við efnið.
 
Dag eftir dag.
Viku eftir viku.
Ár eftir ár.
 
Heilsuhegðun framkvæmd aftur og aftur og aftur yfir langan tíma er uppskriftin að langtíma velgengni.
 
Engin magísk töfraformúla eða geimvísindalegir útreikningar.
Ekkert sexý stöff. Blúndur eða fjaðrir.
Bara gamla góða skynsemin…. eins og gömul teygjanleg Sloggi nærbrók