Nestisblæti

Naglinn er með nestisblæti og fer helst ekki útúr húsi nema pökkuð af hollustu í pokahorninu, því ef hungrið sækir á svartholið og ekkert hollustutengt í skjóðunni hellist ofbeldishneigð, óhamingja og viðskotaillska yfir sálina og þá er voðinn vís. Með skjóðuna fulla af hollmeti minnkum við líkurnar á að gripið sé í majónesusósað eða sykurhúðað […]

Read More…

Planheldni er lykillinn að árangri

Hversu margir tæta hárið ofan í skallablett af örvæntingu og skilja ekkert í af hverju þeir ná ekki árangri með líkamann sinn? Þegar kemur að árangri er tvennt sem ber höfuð, herðar, hné, og tær yfir allt annað. Þú þarft að hafa markmið og þú þarft að hafa plan. Þetta tvennt lafir á sömu spýtunni […]

Read More…

Það sem enginn sér

Um hvað snýst lífsstíllinn þinn? Ertu ein(n) af þeim sem byrjar daginn ofan á vigtinni með kökk í hálsi, klípur í kvið átján sinnum á dag, og grætur yfir spegilmyndinni. Undirhakan of síð, appelsínuhúðin múffutoppinn mætti selja í næsta bakaríi fyrir slikk. Kíló, sentimetrar, grömm, fatastærðir, gatið á beltinu.  Endalaus sjálfsákvarðaðir mælikvarðar sem ákvarða lífshamingjuna […]

Read More…

Ekkert tyggja má

Nú er illt í efni, ekkert tyggja má. Marsípanhúsin standa auð. Það er ekki bara gestir Sælgætislands sem mega ekki bryðja kandís og sykursnúða. Ef marka má miðlana þarf sótsvartur almúginn að vara sig á mýmörgum matvælum því krabbameinið og fitan lúra handan við hornið.   Þeir sem eru ekki reiprennandi í kaldhæðni skilja ekki […]

Read More…

Vogue og Cosmopolitan

Þegar Naglinn komst á kynþroskaskeiðið voru Vogue, Elle, Cosmopolitan og aðrir slíkir sneplar lesnir í öreindir. Glansandi síðurnar sýndu spjarir sem þóttu móðins þá stundina.  Tískustraumarnir voru þó yfirleitt aukaatriði við flettingarnar, því aðalmálið var að eyða orku í öfund út í skinhoraða skrokkana sem voru innanundir lörfunum.  Að hafa bil milli læra sem myndi […]

Read More…

Krydd lífsins

Fjölbreytni í mataræði er tugga sem Naglinn þreytist ekki á að þruma yfir lýðnum. Ríkisstefna í mataræði með örfá óspennandi matvæli á kantinum er gulltryggð aðferð til að snara sér útaf beinu brautinni á Formúlu hraða. Að böðlast í gegnum bragðlausan kjúlla, skraufþurr grjón og einhæft brokkolí mun senda þig express í undirheima uppgjafarinnar og […]

Read More…

Þú ert EKKI það sem þú hugsar

Um hvað ertu að hugsa núna? Hvað þig langar í eina sveitta slæsu með pepp-svepp og hvítlauksolíu? Eða tveggja hæða súkkulaðiköku… heita….með ís og þeyttum rjóma á kantinum. Og karamellusósu. Nei….skamm… svona hugsar maður ekki. fyrirgef mér faðir því ég hef syndgað. Saurugar hugsanir yfirgnæfandi og allt um kring.  Þrjátíu Maríubænir, naglabretti og vöndurinn á […]

Read More…

Spegill, spegill herm þú mér

Hvað sjá konur þegar þær líta í spegil? Hnausþykk læri í gallabuxunum og breiða kálfa í nýjustu stígvélatískunni? Rassinn alltof suðlægur og mittið breitt eins og símastaur? Múffutoppur yfir gallabuxnastrengnum? Verkamannahendur og þvottur ofan á þvottabrettinu? Aumingja með enga sjálfsstjórn sem datt í súkkulaðirúsínupakkann á þriðjudaginn? Með samviskubit í ræktinni því það tekur tíma frá […]

Read More…

Vaninn

Hvað fær suma til að þræla sér út í ræktinni og borða hollt?? Hvar finnur þetta fólk hvatann til að koma sér af stað og æfa daglega? Hvers vegna hefur þetta fólk sjálfsaga til að velja hollustu framyfir sukkfæðið? Svarið er að mannskepnan er ekkert nema vaninn. Við venjum okkur á ákveðna hegðun og með […]

Read More…

Jarðarberjagumsgrautur

Naglanum þykir óendanlega skemmtilegt að dúllast í eldhúsinu og prófa sig áfram í allskonar hollustutilraunum. Þar sem danskurinn notar fersk jarðarber um áramót flæða þessi unaðslegu ber útúr verslunum nú um háskaðræðistímann. Að sjálfsögðu  greip Naglinn gæsina á lofti og fjárfesti í bakka og hugsaði gott til glóðarinnar í að nota berin góðu í grautarkombó. […]

Read More…