Nestisblæti

Naglinn er með nestisblæti og fer helst ekki útúr húsi nema pökkuð af hollustu í pokahorninu, því ef hungrið sækir á svartholið og ekkert hollustutengt í skjóðunni hellist ofbeldishneigð, óhamingja og viðskotaillska yfir sálina og þá er voðinn vís.
Með skjóðuna fulla af hollmeti minnkum við líkurnar á að gripið sé í majónesusósað eða sykurhúðað sukkmeti. Svo sparar maður fullt af aurum að vera með sitt eigið… Allir vinna!!
Langir dagar á bókasafni, skrifstofu, flugvélum, skólastofu eða hvar annars staðar sem Naglinn elur manninn þann daginn eru því nestaðir í topp enda atvinnumanneskja í nestisgerð á ferð.

Atvinnumennska krefst prófessjónal græju til að ferja fóðrið milli staða.

Six-packbag

Þessi taska er Ferrari þegar kemur að transporti á snæðingum fyrir langan vinnudag. Þrjár hæðir fyrir nestisbox, hliðarhólf fyrir vatnsflösku, shake brúsa, hólf fyrir vítamín, hnetur/möndlur, hnetusmjör, prótínduft eða hvað annað sem á að renna niður kokið.

Sixpack-bag

Ef þú ert með skipulagið niðurneglt tekur ekki nema örfáar mínútur að henda í hollt og staðgott nesti. Með ísskápinn troðinn af soðnum grjónum, couscous, byggi, bulgur, kartöflum, steiktu hakk, kalkún, kjúklingi, bökuðum lax, eggjahvítupönnsum verður nestisgerðin að barnaleik. Að auki, þegar þú gerir þinn eigin mat veistu hvaða innihaldsefni eru í honum og getur fylgst betur með hversu margar varmaeiningar renna niður vélindað.

Nesti-2

Kelp núðlur þarf einungis að skola í köldu vatni í örfáar mínútur og þær eru klárar til brúks. Til dæmis með rækjum.

Nesti-1

Teriyakilax með kanilkúskús og brokkolí fyllir þig vel upp næstu þrjá tímana.

Sá sem fann upp nestisboxið til vinstri á að fá Nóbelinn, hólf fyrir kjöt, sósu, avocadogums ofan á, lítið box fyrir salatdressingu og stórt hólf undir fyrir salat.

IMG_2101

Low-carb rúllur

Vefja með hakkgrýtu, káli, agúrkum er gómsætt og súperkvikkt til að dýfa sér ofan í lönsjboxið.

Ávextir, eggjahvítupönnsur, skyr, sykurlaus jógúrt, kotasælubúðingur, hnetusmjör, möndlur, hrökkbrauð, hrískökur, prótínsjeik eru dásamleg millimál meðan setið er á kontórnum.

Eggjahvítupönnsur

kotasælubúðingur

Njótið vinnudagsins á beinu brautinni með skipulagið í botni og hollustuna í fimmta gír.