Naglinn er pervert. Dónalegur grautarpervert sem liggur yfir uppskriftum eins og argasta klámi, og sleikir skálina af áfergju til að ná síðustu dreggjunum ofan í botnlausan hylinn sem magamálið er.
Venjulega er gleðin kokkuð á eldstæði í grýtu í hinum ýmsu kombinasjónum, en nýlega ákvað Naglinn að stíga útfyrir sápukúlu vanans og prófa að baka kvikindið enda góður rómur gerður að slíkri útfærslu. Og það stóð heima, himnesk hamingja og Naglinn heyrði hörpuspil og sá regnboga við þessa haframjölskviðfylli .
Hafrarnir skemmtilega stífir undir tönn og meiri tygging í gangi en í graut af hlóðum og kanillinn og vanillan dönsuðu vals í kringum bökuð lúnamjúk bláberin.
Bakaður bláberjagrautur
1 skammtur
40g haframjöl*
2 dl vatn
2 eggjahvítur
1/2 tsk lyftiduft
klípa sjávarsalt
dass af kanil
1 tappi vanilludropar
70-100 g bláber * (geyma nokkur til að punta grautinn eftir eldun)
* magn fer eftir þörf hvers og eins
Aðferðin er aumingavæn út fyrir allan þjófabálk: Allt sett saman í ofnfast mót og bakað í 30 mín á 170°C
Skreyta með nokkrum bláberjum og drizzla Walden Farms sykurlausu pönnukökusírópi yfir gúmmulaðið.
P.S Búðu þig undir alvarlegan þátíðarátskvíða…. you’ve been warned.