Naglanum þykir óendanlega skemmtilegt að dúllast í eldhúsinu og prófa sig áfram í allskonar hollustutilraunum.
Þar sem danskurinn notar fersk jarðarber um áramót flæða þessi unaðslegu ber útúr verslunum nú um háskaðræðistímann. Að sjálfsögðu greip Naglinn gæsina á lofti og fjárfesti í bakka og hugsaði gott til glóðarinnar í að nota berin góðu í grautarkombó. Útkoman varð vægast sagt unaðsleg.
Jarðarberjagums:
150g jarðarber skorin smátt
1/2 msk sætuefni (Naglinn notar Sukrin)
Setja saman í pott og leyfa suðunni að koma upp. Lækka þá niður og leyfa að malla í 10-15 mínútur eða þar til orðið að mauki.
Hægt að gera kvöldið áður og geyma í boxi í ísskápnum til morguns.
haframjöl (magn eftir þörf/smekk)
1-2 tsk kanill
1 tsk sjávarsalt
2 tsk Chia fræ
1-2 tsk Husk (má sleppa)
Dass vatn (magn eftir þykktarsmekk)
Hræra 3/4 af jarðarberjagumsinu saman við tilbúinn hafragraut og skreyta með restinni af gumsinu.
hkg15
Reblogged this on helgakristing.