Hollustusúkkulaðikaka… er hægt að biðja um það betra?

Það er fátt í þessari veröld sem gleður Naglann jafn heitt og súkkulaðikaka.  Og þeyttur rjómi á kantinum ætti að vera í lögum. Það er löngu skjalfest að síðasta kvöldmáltíðin verður þriggja rétta dinner af súkkulaðiköku með þeyttum rjóma í öllum máltíðunum.

En það er víst ekki hægt að gúlla svoleiðis gúmmulaði alla daga án þess að negla of miklu á belginn.  Og hvað gera bændur þegar löngunin ætlar holdið lifandi að éta?

Nú þá skellir maður í holla og 100% löglega súkkulaðiköku?

Tekur örfáar mínútur svo púkinn þarf ekki að öskra of lengi.
Líka frábær aðferð til að nota eggjahvítur en margir klóra sér í skallanum um hvernig megi nýta þær svo úr verði gómsæti.

Svo má fiffa og snurfusa eftir “smag og behag”.
– bæta við bragðdropum (Stevia eða Kötlu: piparmintu, vanillu, möndlu, sítrónu, appelsínu, karamellu
-hakka hnetur, valhnetur, möndlur og setja í deigið

-hræra Hershey’s kakó (Kostur), sætuefni og eggjahvítu saman og voila komið krem…. og kókósmjöl yfir eins og skúffurnar í afmælunum í gamla daga.

-vanilluprótínflöffi skúbbað ofan á lufsuna til að fá þeytta rjóma effektinn og skilningavitin springa af hamingju

-hnetusmjörssósa yfir herlegheitin fer alveg með þetta í aðra vídd.  Soðið vatn hellt út í hnetusmjör þar til hún verður þunn og hellt yfir heita súkkulaðikökuna…. úfff…. lyklaborðið er ónýtt af sleftaumum.

2 thoughts on “Hollustusúkkulaðikaka… er hægt að biðja um það betra?

  1. Pingback: Sítrónulummur | ragganagli

  2. Pingback: Næst á dagskrá í maí | rebbalingur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s