Vaninn

Hvað fær suma til að þræla sér út í ræktinni og borða hollt??
Hvar finnur þetta fólk hvatann til að koma sér af stað og æfa daglega?
Hvers vegna hefur þetta fólk sjálfsaga til að velja hollustu framyfir sukkfæðið?

Svarið er að mannskepnan er ekkert nema vaninn.
Við venjum okkur á ákveðna hegðun og með tímanum verður sú hegðun ósjálfráð og órjúfanlegur hluti af sjálfinu og við framkvæmum hana án þess að velta okkur uppúr því neitt sérstaklega.

Þegar þú vaknar hvað er fyrsta sem þú gerir? Burstar tönn, ekki satt?
Þú veltir þeirri aðgerð ekkert sérstaklega fyrir þér, né þá heldur þeirri athöfn að klæða þig í spjarir.

Hvoru tveggja eru dæmi ósjálfráðan vana.

Hið sama ætti að gilda um hreyfingu og hollt mataræði.

Allir hafa bæði góðar og slæmar venjur

Að stunda líkamsrækt er góð venja eða heilsuhegðun sem stuðlar að bættri heilsu, en reykingar eru dæmi um slæman vana og dregur úr góðri heilsu.

Til þess að hegðun komist upp í vana krefst sjálfsstjórnar í upphafi.
Sem börn streitumst við fram í rauðan dauðann að láta bursta tanngarðinn, enda óþægileg og leiðinleg athöfn.  En með þrautseigju foreldra er því komið upp í vana hjá hverju mannsbarni.

Fyrstu skiptin í ræktinni eru að sama skapi óþægileg og jafnvel leiðinleg, enda umhverfið nýtt og framandi jafnvel yfirþyrmandi fyrir nýgræðinga.
Harðsperrur, hlaupastingur og hnébeygjur eru ekki beint hvetjandi til þess að drattast aftur í musteri líkamans. Það krefst því viljastyrks að sigla í gegnum þessi fyrstu skipti og gera ræktina að vana og lífsstíl. Þá reynir á hugsunarháttinn að breyta honum í jákvæðan og setja sól og regnboga í gráa efnið.
Því upplifunin verður ánægjuleg með tímanum og þegar ræktarferðir og hollustuát eru orðnar ósjálfráð hegðun verður sinnið ómögulegt ef breytt er útaf vananum.  Rétt eins og það er algjörlega óhugsandi fyrir flesta að fara út í daginn með úldinn, óburstaðan góm.

Mun erfiðara er að venja sig af óheilsusamlegri hegðun en að venja sig á hegðun því vaninn er svo sterkur í sjálfinu.
Það krefst því mikils viljastyrks að venja sig af sófavermingum og flatbökuítroðelsi og getur slíkt reynst jafn erfitt og að draga blóð úr steini með saumnál. En við getum slegið tvær húsflugur með einu grjóti. Með því að mæta í ræktina eftir vinnu stað þess að fara heim að glápa á Glæstar vonir erum við að venja okkur af sjónvarpsglápi og venja okkur á reglulega hreyfingu.

Í mörgum tilfellum breytist hugsunarhátturinn og óhollusta verður síður girnileg með auknu sprikli og venjum okkur af því ósjálfrátt.

Hver vill skemma blóð, svita og tár með sveittum hammara?

 

SportElítan

SportElítan á Facebook

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s