Þú ert EKKI það sem þú hugsar

Um hvað ertu að hugsa núna?

Hvað þig langar í eina sveitta slæsu með pepp-svepp og hvítlauksolíu?

Eða tveggja hæða súkkulaðiköku… heita….með ís og þeyttum rjóma á kantinum. Og karamellusósu.

Nei….skamm… svona hugsar maður ekki.

fyrirgef mér faðir því ég hef syndgað. Saurugar hugsanir yfirgnæfandi og allt um kring.  Þrjátíu Maríubænir, naglabretti og vöndurinn á bakið

Halló!!! Hér er fréttabréf skynseminnar: Þú ert ekki það sem þú hugsar

Mannskepnan fer í gegnum hvorki meira né minna en 60.000 hugsanir á dag.
Hvað heldurðu að margar þeirra snúist um mat?
Hjá Naglanum absólútlí ríflega helmingur tengist fóðrun af einhverju tagi. Hvað skal snæða í næstu máltíð, í kvöldmat, í næstu morgungrautargleði og allskyns hollustukombóum. En maður lifandi það læðast inn maríneraðar hugsanir um sósaða óhollustu, vel majónessmurðar og löðursveittar.

Það má nefnilega. Þetta eru bara hugsanir og ef við ætlum að kæfa þær niður liggur voðinn handan við hornið snælduvitlaus.

Ímyndaðu þér hugsanir þínar eins og litlar sætar gular baðendur.
Þú liggur í freyðibaði með Kenny G á fóninum, lífræna næringu í hárinu og skrúbbumaska á smettinu.

Og hvað gerist… þarna kemur hugsunin með pizza sneiðinni.  Hvað gerirðu? Ýtir henni niður í karið, drekkir henni enda áttu ekki að hugsa svona.  Aumingi með hor og enga sjálfsstjórn.
Þú ert í átaki og svona hugsar fólk ekki.  Í þetta skiptið skal þér ekki mistakast og falla niður í sykraðan undirheiminn.

Og hvaða djöfull kemur siglandi þarna? Súkkulaðikakan… tveggja hæða brjálæðingur með þeyttum rjóma… ég fer beinustu leið niður til heljar með allar þessar hugsanir dansandi í núðlunni.

Niður í karið með helvítið.

En hvað gerist þegar þú ýtir baðönd ofan í vatnið ? Hún poppar upp aftur af enn meiri krafti en áður.

 

Ef þú stendur á lestarstöð þá grýtirðu þér ekki inn í allar lestir sem renna fram hjá á brautarteinunum.  Þú horfir á þær rúlla framhjá og hoppar svo inn í þá lest sem þú ætlar að taka.  Sama gildir um hugsanir.  Þú ert meðvitaður um þær, fellir ekki dóma og sættir þig við þær sama hversu klikkaðar þær eru.

llpunkt.  u að vera komin(n) aftur  r löngun  ætlum að kæfa þær niður liggur voðinn handan við hornið snælduvitlaus.

Þó að hugsanir sem þú metur “óæskilegar” renni í gegnum gráa efnið þarftu nefnilega ekki að framkvæma þær.  Vissirðu að löngun í sveittmeti, sykur og sukk varir í skitnar 20 mínútur. Hvað geturðu gert þegar löngun í að éta þig til óbóta af vanilluísnum í frystinum ætlar holdið lifandi að éta?
Hentu þér út úr húsi í göngutúr, það er engan ís að finna “ude i viderne”

Lesið bók.

Hringdu í vinkonu.

Eftir 20 mínútur ættirðu að vera komin(n) aftur á núllpunkt.

Hvenær er mesta hættan á að hollustunni og sjálfsstjórninni sé hent út í hafsauga? Seinnipartinn og á kvöldin.  Hefurðu einhvern tímann gúffað í þig heilum Homeblest í morgunsárið?  Neibb… því þá er nýr dagur með ný tækifæri og megrunarpælingarnar allar í fullu svingi…skjóttu gamli svingur….

Einmana hrökkbrauð í morgunmat, aumingjaleg skyrdós í hádegi með nokkrum kálblöðum, dítox safar…. “svo bara þamba vatn, vatn, vatn..!!!“ En svo þegar líður á daginn fer heldur að kárna gamanið, maginn ósáttur við að vera hlunnfarinn um fleiri hundruð kaloríur og gargar á orku með garnagauli og hungri, hugsunum og löngunum í súkkulaði, kex, snakk… allt sem heitir skjót orka núna núna!! fær að svamla um í klámfengnum stellingum í gráa efninu. Líkaminn er nefnilega lúmskur fjandi, hann skal og vill fá sitt bensín sama í hvaða mynd það rennur niður vélindað

Um fimmleytið dettur viljastyrkurinn örendur niður hungrinu að bráð og hendurnar tæta upp kexpakkann eins og vannærðar dúfur á brauðhleif.

Þegar sveittar langanir með klámfengnum hugsunum mæta á svæðið skaltu því spyrja þig hvort þú sért kannski bara svangur/svöng.

Strangar og skrýtnar mataræðiseglur, svart-hvítur hugsunarháttur, fullkomnunarárátta, einhæft mataræði, og að meta sjálfsmyndina útfrá líkamsvextinum auka líkurnar á að þú dettir ofan í ofátspyttinn með sundurtættan Homeblest pakkann.

Helvítis súkkulaðikökuhugsunin lét mig ekki í friði og ég lét í minni pokann og nú er allt ónýtt svo ég get allt eins smurt mig í majónesu.  Stundum er talað um að ákveðinn matur framkalli fíkn í fólki en getur ekki verið að þeir hinir sömu aðhyllist svart-hvít trúarbrögð?

Fyrst eitt dekk er sprungið er allt eins gott að sprengja hin þrjú líka.

Ertu hraust(ur), mætir í ræktina upp á punkt og prik, rífur í stál og borðar hollt megnið af tímanum? Leyfðu þá sveittum hugsunum um sóðaleg matvæli að svamla án þess að rífa þig niður eða hræðast að þær taki yfir sjálfsstjórnina.

Þú ert nefnilega ekki það sem þú hugsar. Þú ert það sem þú gerir. Dag eftir dag, ár eftir ár.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s