Ræktarrottan

Þú veist að þú ert ræktarrotta þegar:

 

 • Alveg sama hvað þú setur oft í þvottavél, óhreinatauskarfan er alltaf full af sveittum íþróttafötum
 • Þú kaupir engin ný matvæli nema að lesa utan á umbúðirnar fyrst
 • Þú borðar fimm til sex smáar máltíðir á dag
 • Þér finnst skrýtin tilfinning að vera EKKI með harðsperrur
 • Þú skipuleggur daginn útfrá æfingatímanum
 • Þú átt eitthvað eða allt af eftirtöldu: Five Fingers skó, úlnliðsvafninga, strappa, hnéhlíf, iPod, kalsíum, lyftingabelti, föt frá UnderArmour, Gasp, Better Bodies, Casall.
 • Þú hefur ekki hugmynd um hvaða snið af gallabuxum er í tísku en þekkir nýjustu línuna frá Under Armour úr margra metra fjarlægð
 • Þú ert með sigg í lófunum
 • Þú ert með sigg á fótunum
 • Þú “gúgglar” hvar er næsta líkamsræktarstöð við hótelið þegar þú ferð í frí
 • Þegar þú ferð að versla hversdagsföt endarðu yfirleitt á að kaupa frekar ræktarföt
 • Megnið af Facebook vinum þínum er fólk úr ræktinni
 • Minnið í Ipodnum er stútfullt af lagalistum fyrir ræktina
  Ef fólk nær ekki í þig er fyrsta hugsunin “Hann/hún er örugglega í ræktinni”
 • Þú átt þitt uppáhalds hlaupabretti, bekkpressubekk, hnébeygjurekka, lyftingastöng, teygjusvæði, sturtu, æfingabol…
 • Þú sérð kunnuglegt andlit í Kringlunni og áttar þig á að þú hefur eingöngu séð viðkomandi sveittan í íþróttafötum
 • Þú ert reiprennandi í ræktarlingóinu: reps, sett, dedd, beygjur, bekkur, BCAA, push press, ketilbjöllur, latissimus, kardíó, ketó, karbs, kreatín, kött, bölk…
 • Þú átt eitthvað eða allt af eftirfarandi í eldhússkápunum: fiskiolía, fjölvítamín, kreatín, glútamín, haframjöl, hýðishrísgrjón, kjúklingabringur, prótínduft, brokkolí
 • Þú ert alltaf með vatnsflösku innan seilingar
 • Þú þekkir starfsfólk ræktarinnar með nafni

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s