Sæt kartafla í meikóver

Naglinn getur ómögulega borðað mat beint af kúnni.  Það þarf alltaf að nostra og dekra við hann svo sinnið verði hamingjusamt.  Sem er kannski ástæðan fyrir að Naglinn setur Evrópumet innanhúss í eign á bragðdropum, sykurlausum sírópum, kryddum, sætuefnum og allskonar hjálpartækjum heimilislífsins. Hér er dæmi um sæta kartöflu sem er gjörspillt dekurdrós. Sæt kartafla […]

Read More…

Húsbandsgrautur

Naglinn útbýr graut fyrir húsbandið á morgnana… já svona er hann vel giftur 😀 70g haframjöl 1 tsk salt 1 tsk kanill 2 tsk Chia fræ 1 msk sykurlaust Torani karamellu eða vanillu síróp niðurskorinn banani rúsínur   Allt sett í pott ásamt slurk af vatni og 1 % mjólk.  Kokkað upp á gamla móðinn. […]

Read More…

Súkkulaðibúðingur – hollur og gómsætur

Sumir fussa kannski og sveia yfir að borða hráar eggjahvítur en Rocky og Jón Páll hentu því í grímuna og þeir voru nú vel kjötaðir.  En hvað með salmó og annan ófögnuð? Líkur á að fá salmónellu úr eggjahvítum eru 1:50000, en allur er varinn góður samt. Passaðu að hvíturnar séu gerilsneyddar því þá er […]

Read More…

Fíkjugrautur

40-60g haframjöl 25 g þurrkaðar fíkjur (= 15 g kolvetni) 1 tsk kanill 1 tsk sjávarsalt 1-2 tsk HUSK (má sleppa) 2 tsk chia fræ 1 msk sykurlaust Pancake síróp Fíkjur skornar smátt og hent í pott með öllu gumsinu. Dass af vatni eftir þykktarsmekk. Sjóða upp á gamla mátann. Slurka smá sírópi yfir eldaðan […]

Read More…

Sykurlaust og seiðandi epla-döðlu-rúsínu chutney

500g epli 70g rúsínur 50g döðlur 2 dl hvítvínsedik 100g sukrin 3 tsk kanill 1 tsk vanilluduft ½ tsk kardimommuduft   Skræla epli og hakka smátt Hakka döðlur smátt Setja allt saman í pott, hleypa suðunni upp og lækka þá vel undir.   Leyfa að dunda sér með aggalitlum bobblum í c.a 2 tíma á […]

Read More…

Skemmd brennsla

Áður varstu á bleikum skýjum í gúmmískóm með prógrammið þitt og allt gekk eins og í ástarsögu. En nú  er alveg sama hversu vel þú passar hverja kaloríu sem fer upp í skoltinn eða hversu mikið þú hamast, smjörið situr bara sem fastast á skottinu? Það virðist ekkert virka á þig lengur, þú hefur prófað […]

Read More…

Já en týpan

Við þekkjum öll “JÁ EN ” týpuna. Við höfum eflaust flest gerst sek um að tilheyra þeirri kategoríu á einhverjum tímapunkti. “JÁ EN” karakterinn ryður útúr sér háleitum yfirlýsingum um hin ýmsu markmið með líkamann, frammistöðu, hollustu, heilsubætingar… en svo er alltaf þessu stóra “JÁ EN” prumpað út sem afsökun fyrir að viðkomandi hefur ekki […]

Read More…

Bananabrjálæði

40g haframjöl 1-2 mæliskeiðar Husk (má sleppa) 1 tsk sjávarsalt góðkunningjarnir kaniLL og vaniLL 2 tsk Chia fræ 1 tappi rommdropar Kokka lufsuna upp á gamla móðinn og henda í ísskáp Á meðan grauturinn tjillar slakur í ísskápnum hefst þetta skemmtilega hrært saman með oggu vatni og möndludropum, látið slaka á kantinum og bólgna vel […]

Read More…

Rabbarbaragrautur Naglans

40-50g haframjöl Dass af vatni (fer eftir þykktarsmekk) 1 tsk sjávarsalt 2-3 tsk Husk (má sleppa) 1 tsk kanill 1 msk sykurlaust Torani Vanillu síróp Kokka upp graut á hellunni. Þegar hann er tilbúinn hræra rabbarbara/jarðarberja gumsi útí. Geyma smá slettu til að setja ofan í grautinn til að skreyta þegar kominn í skálina.

Read More…

Rabbarbaragums Naglans

1/2 – 1 kg rabbarbari skorinn í 1 cm sneiðar 5-7 jarðarber skorinn smátt 4 msk Sukrin 2 msk sykurlaust vanillu síróp   Allt sett saman í pott og hitað að suðu.  Leyft að krauma í 20-30 mín eða þar til rabbarbarinn leysist allur upp og orðið að mauki.  

Read More…