Já en týpan

Við þekkjum öll “JÁ EN ” týpuna.
Við höfum eflaust flest gerst sek um að tilheyra þeirri kategoríu á einhverjum tímapunkti.

“JÁ EN” karakterinn ryður útúr sér háleitum yfirlýsingum um hin ýmsu markmið með líkamann, frammistöðu, hollustu, heilsubætingar… en svo er alltaf þessu stóra “JÁ EN” prumpað út sem afsökun fyrir að viðkomandi hefur ekki staðið við stóru orðin.

“JÁ EN… get ég ekki bara gert hnébeygjur með sjónvarpið heima? Ég hef nefnilega ekki efni á korti í ræktina”
En drykkir eru sjoppaðir á öldurhúsum borgarinnar um helgar fyrir fleiri þúsundir og íslenskur iðnaður í formi pylsuvagna og leigubifreiða styrktur svo um munar.

“JÁ EN hollur matur er svo dýr, ég hef ekki efni á að borða kjúkling og grænmeti”
En ófáum þúsundköllunum er spanderað í Nammilandinu á laugardögum, popp í bíó og pizzu eftir sund. Hvað mætti kaupa margar kjúklingabringur fyrir

“JÁ EN” ég hef ekki tíma á morgnana til að elda hafragraut, það er miklu fljótlegra að fá mér bara kornflex.”
En svo er hangið yfir TV-inu fram á rauða nótt og “snoozað” átta sinnum á vekjaraklukkunni í morgunsárinu. Ekki til í dæminu að fara aðeins fyrr í bólið eða rífa sig upp tíu mínútum fyrr.

 

 

“JÁ EN ég þarf sko að hugsa um börnin eftir vinnu.”
En að hætta að keyra þau útum allar koppagrundir eða verma sófann fyrir framan imbann, og hendast með grislingunum í hjólatúr, labbitúr, fótbolta ?  Nei… bara hugmynd.

“JÁ EN mér finnst svo leiðinlegt að lyfta, hjóla, hlaupa, synda… und so weiter.”
Er hugarfarið gagnvart hreyfingu örugglega rétt? Þarf allt í lífinu að vera yfirhlaðið af stuði og stemmningu? Í dag eru líkamsræktarstöðvar að springa af framboði á hreyfingu svo það er örugglega eitthvað sem kitlar pinnann hjá flestum.

“JÁ EN ég hef bara ekki tíma til að fara í ræktina”
En mörgum klukkustundum eytt fyrir framan imbann svo þylja má kreditlistana í afturábak stafrófsröð í öllu því afþreyingarefni sem Hollywood hefur gubbað útúr sér.  Spurning um að

“JÁ EN” ættbálkurinn tekur heilsulífið alvarlegra en Ebóla veiruna, og allur fókus og orka fara í að spá í hvenær, hvort, hvernig, hversu mikið eigi að æfa, borða, sofa, versla, elda.
Allt er miklað fyrir sér útúr öllum veruleika þar til sjálfsblekkingarrökræðumeistarinn í núðlunni kemst að niðurstöðunni “JÁ EN SKO” sem mótrök fyrir öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum.

Þeir sem hinsvegar ná árangri og festa sig í sessi í heilbrigðum lífsstíl eru með heilsusamlega hegðun í bakgrunninum.  Þeir leyfa henni að flæða í gegnum hversdaginn eins og þægilegan Getz og Gilberto á grammafóni á síðkvöldum.
Að fara í ræktina og borða hollt verður jafn eðlilegt og “átómatískt” og tannburstun.
Að matreiða “JÁ EN” fyrir að sleppa rækt eða hollustu verður jafn fjarstæðukennt og að geta ekki baðað sig eða burstað tanngarðinn sökum tímaleysis eða fjárskorts.

Þeir taka lífsspeki Nike háalvarlega…. Just do it!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s